James F. Conant

(Endurbeint frá James Conant)

James Ferguson Conant (fæddur 10. júní 1958) er bandarískur heimspekingur sem fæst einkum við málspeki, siðfræði og heimspeki heimspekinnar. Ef til vill er hann þekktastur fyrir skrif sín um Ludwig Wittgenstein. Hann hefur einnig skrifað um Stanley Cavell, Friedrich Nietzsche og Søren Kierkegaard og ritstýrt greinasöfnum eftir Hilary Putnam og (ásamt John Haugeland) Thomas Kuhn.

James Ferguson Conant
Persónulegar upplýsingar
Fæddur10. júní 1958
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Skóli/hefðrökgreiningarheimspeki
Helstu viðfangsefnimálspeki, siðfræði

Conant fæddist í Kyoto í Japan. Hann bjó í Japan og Kóreu til 14 ára aldurs. Þá flutti hann til Bandaríkjanna og stundai nám við Phillips Exeter Academy. Hann lauk B.A.-gráðu í heimspeki og vísindasögu frá Harvard-háskóla árið 1982 og doktorsgráðu í heimspeki frá Harvard-háskóla árið 1990. Hann kenndi heimspeki við Pittsburgh-háskóla frá 1991 til 1999 en tók þá við prófessorsstöðu í heimspeki við Háskólann í Chicago.

  Þetta æviágrip sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.