Jagar er lítið þríhyrnt framsegl (stagsegl) sem fest er á stag sem nær frá enda bugspjóts að húni framsiglu á seglskipi með fleiri en eitt framsegl. Jagarinn er þannig framan og ofan við klýfinn sem er framseglið framan við fokkuna.