Framsegl eru þríhyrnd stagsegl sem hengd eru í framstagið sem nær milli stafns eða bugspjóts og framsiglu á fjölmastra seglskipum eða masturs á einmastra skútum. Framsegl hafa tvíþætt hlutverk: þau hjálpa til við að knýja skipið áfram og eru líka notuð til að stýra loftstraumi yfir stórseglin aftan við þau.

Skonnortan Albanus með fjögur framsegl; jagar að húni fremst og síðan ytri- og innri-klýfi og fokku næst mastrinu.

Stundum eru belgsegl líka flokkuð sem framsegl.

Dæmi um framsegl

breyta
  • Fokka - oftast „aðal“-framseglið, næst mastrinu
  • Genúasegl - þríhyrnt framsegl sem er stærra en þríhyrningurinn milli masturs, stags og stefnis.
  • Klýfir - þríhyrnt framsegl á stagi frá bugspjóti að framsiglu, fyrir framan fokkuna. Stundum eru klýfar fleiri en einn og heita þá ytri- og innriklýfir.
  • Jagar - lítið þríhyrnt segl á stagi sem nær frá enda bugspjóts að húni framsiglu, utan og ofan við önnur framsegl
  • Stormsegl - lítið langsegl sem á að halda bátnum stöðugum í miklum vindi fremur en knýja hann áfram