Jafnstraumur

(Endurbeint frá Jafnspenna)

Jafnstraumur (DC fyrir e. direct current) er rafstraumur þar sem rafhleðsla flyst á milli tveggja póla sem hafa mismunandi spennu ólíkt riðstraumi (AC) þar sem rafhleðslan flyst ekki. Jákvæð hleðsla flyst frá þeim pól sem er með hærri spennu yfir á þann sem er með lægri spennu og öfugt með neikvæða hleðslu.

Í jafnstraumsrás er rafspenna föst og kallast hún því jafnspenna.

Launviðnám í jafnstraumsrás er núll.

Örgjörvar, og því tölvur og skyld tæki, nota alltaf jafnstraum. Hins vegar má og yfirleitt þarf að tengja tölvur (og flest önnur heimilisraftæki) yfirleitt í hefðbundið heimilsrafmagn sem er riðstraumur og þarf því spennubreyti. Hann fylgir yfirleitt með tölvunni, ef um laptop er að ræða, eða er innbygður í sumum tölvum og tekur hún þá eingöngu við riðstraumi. Yfirleit er ekki hægt að stinga í samband og fá jafnstraum, bara riðstraum, t.d. á heimilum, en það er þó hægt sums staðar, t.d. á sumum flugvöllum, og í sumum flugvélum og þá eingöngum boðið umm á jafnstraum fyrir farþega.

Jafnstraumur er yfirleitt notaður á stuttri vegalengdum, eins og í gegnum USB snúrur til að hlaða síma (því rafhlöður og örgjörvar nota alltaf jafnstraum), en á lengri vegalengdum er riðstaumer yfirleitt notaður (t.d. í gegnum orkukerfi frá vatnsvirkun til heimilis, og svo í lengum innanhúss og t.d. yfir í raftæki eins og ryksugu). Riðstraumurinn er notaður á lengri vegalengdunum því hann er þá hagkvæmari (minna tap vegna viðnáms í vírum), en líka vegna þess að framleiðslan á rafmagni byrjar oftast sem riðstraumur (þó ekki t.d. í sólarsellum, sem búa til jafnstraum). En á mjög löngum vegalengdum verður aftur hagkvæmt að nota jafnstraum, og er gert t.d. milli landa, og yrði væntanlega gert ef rafmagn yrði flutt frá Íslandi, eins og hefur verið í umræðu, t.d. til Bretlands.

Rafbílar (og önnur rafknúin farartæki nota alltaf jafnstraum, því allar rafhlöður (og þá líka rafgeymar í eldri bílum) byggja á jafnstraumi, en þó hafa flestir eða allir inntak fyrir heimilis riðstraum til að hlaða þá (og bíllinn sér þá um að breyta). En þeir hafa líka alltaf inntak fyrir mun hærri spennu, fyrir hraðhleðslustöðvar, og það inntak er ýmist fyrir jafnstraum eða riðstraum. Þó svo að til séu jafnstraumsmótorar eru riðstraumsmótorar einfaldari og þeir eru notaðir í rafbílum. Líka eru til mótarar sem taka bæði DC og AC (þ.e. universal motor).

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.