Hvalbak (eða jökulflúð) er í jökla- og jarðfræði klöpp sem skriðjökull hefur sorfið þannig að hún líkist helst baki á hval. Á hvalbaki eru oft rákir á þeirri hlið þess sem sneri upp í skriðstefnu jökulsins og er svo stöllótt og bratt hinum megin.

Hvalbök í Frakklandi
Hvalbak

Hvalbök eru oft umkringd jökulurð, mel eða grjótdreifum en uppi á þeim geta legið stakir steinar (aðkomusteinar, grettistök).[1]

Fræðiheitið breyta

Karlkyns orðið hvalbakur [2], sem merkir þiljur eða hvelfing yfir fremsta hluta skips, er ekki hið sama og hvorkyns orðið hvalbak, og varast bera að rugla þeim saman.

Annars vegar er notað í ensku og mörgum öðrum tungumálum frönsku orðið roches moutonnées ("sauðasteinar").[3]

Tilvísanir breyta

  1. Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur Jarðfræðilýkill. Reykjavík 2004
  2. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
  3. Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur Jarðfræðilýkill. Reykjavík 2004

Tengt efni breyta

   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.