Hvalbakur
Hvalbakur (eða bakki) er þiljur eða hvelfing yfir fremsta hluta skips (fremsta rúmi í bát). Hvalbakur veitir aukið rými í lúkar. Skilrúmið milli vélarrýmis og farþegarýmis í bíl er kallað hvalbakur. Varast ber að rugla saman karlkyns orðinu hvalbakur við hvorkyns orðið hvalbak, sem merkir jökulsorfin klapparbunga.
- Getur líka átt við eyjuna Hvalbak.