Jón Sigurðsson (körfuknattleiksmaður)

Jón Sigurðsson (fæddur 6. mars 1951) er íslenskur fyrrum körfuknattleiksmaður og þjálfari sem lék 120 leiki með íslenska karlalandsliðinu.

Jón Sigurðsson
Upplýsingar
Fæðingardagur 6. mars 1951 (1951-03-06) (73 ára)
Fæðingarstaður    Ísland
Leikstaða Leikstjórnandi
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1968-1977
1977–1985
1987–1988
Ármann
KR
KR
Landsliðsferill2
Ár Lið Leikir
1968-1984 Ísland 120
Þjálfaraferill
1982–1986
1982
1986–1987
1994–1995
1997–1998
KR (karla)
KR (kvenna)
Haukar (karla)
Ísland (aðstoðarþj. karla)
KR (karla)

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 10. febrúar 2018.
2 Landsliðsleikir uppfærðir
10. febrúar 2018.

Landsliðið

breyta

Jón lék 120 leiki með Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik á árunum 1968 til 1984.[1] Hann var fyrsti íslendingurinn til að spila yfir 100 leiki fyrir landsliðið.[2]

Þjálfaraferill

breyta

Jón þjálfaði bæði KR og Hauka í Úrvalsdeild karla á níunda áratugnum[3] auk þess sem hann stýrði KR stuttlega í Úrvalsdeild kvenna árið 1984.[4] Þann 17. desember, 1997, var Jón ráðinn sem þjálfari KR í staðinn fyrir Hrannar Hólm sem hafði verið látinn fara eftir einungis fjóra sigurleiki í fyrstu tíu leikjum tímabilsins.[5] Undir forustu Jóns þá kláraði KR tímabilið með 10 sigrum í síðustu 12 leikjunum og var hann valinn þjálfari tímabilsins í lok þess.

Verðlaun

breyta

Titlar

breyta
  • Íslandsmeistari (3): 1976, 1978, 1979
  • Bikarmeistari (4): 1975, 1976, 1979, 1984

Verðlaun

breyta
  • Íslenski leikmaður tímabilsins í efstu deild (3): 1970, 1976, 1979
  • Þjálfari tímabilsins í efstu deild karla: 1998

Tilvísandir

breyta
  1. „KKÍ | A landslið“. kki.is. Sótt 10. febrúar 2018.
  2. „Tíu bestu körfuknattleiksmenn Íslands frá upphafi“. Helgarpósturinn. 31. Október 1994. Sótt 7. febrúar 2018.
  3. Óskar Ó. Jónsson; Rúnar Birgir Gíslason (1. desember 2014). „Þjálfarasaga úrvalsdeildar karla í körfubolta“. kki.is. Sótt 10. febrúar 2018.
  4. Óskar Ó. Jónsson; Rúnar Birgir Gíslason (14 Apríl 2014). „Þjálfarasaga úrvalsdeildar kvenna í körfubolta“. kki.is. Sótt 10. febrúar 2018.
  5. „Skemmtilegt og spennandi verkefni“. Morgunblaðið. 18. desember 1997. Sótt 8. febrúar 2018.

Ytri tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist körfuknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.