Jón Ólafsson (heimspekingur)

heimspekingur

Jón Ólafsson (fæddur 1964) er íslenskur heimspekingur.

Íslensk heimspeki
Heimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Nafn: Jón Ólafsson
Fædd/ur: 1964
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk: Kæru félagar: íslenskir sósíalistar og Sovétríkin 1920-1960
Áhrifavaldar: John Dewey

Menntun

breyta

Jón lauk B.A.-prófi frá Háskóla Íslands árið 1989. Að námi sínu loknu við Háskóla Íslands hlaut Jón styrk til náms við Moskvuháskóla og dvaldi eitt ár í Moskvu. Eftir tveggja ára starf á fréttastofum Ríkisútvarpsins, hélt Jón til Bandaríkjanna þar sem hann nam heimspeki við Columbia University. Hann hlaut doktorsgráðu frá Columbia árið 2000. Doktorsritgerð Jóns heitir Conflict and Method: An Essay on Dewey og fjallar um heimspeki bandaríska heimspekingsins Johns Dewey. Eftir að námi lauk var hann forstöðumaður Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands um þriggja ára skeið, en gegnir nú stöðu prófessors og forseta félagsvísindadeildar við Háskólann á Bifröst.

Helstu ritverk

breyta
  • Appelsínur frá Abkasíu. Vera Hertzsch, Halldór Laxness og hreinsanirnar miklu (Reykjavík: Forlagið, 2012).
  • Kæru félagar: íslenskir sósíalistar og Sovétríkin 1920-1960 (Reykjavík: Mál og menning, 1999).
   Þetta æviágrip sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.