Jónína Leósdóttir

Jónína Leósdóttir (f. 16. maí 1954) er íslenskur rithöfundur og blaðamaður.

Foreldrar Jónínu eru Leó Eggertsson aðalféhirðir og kona hans Fríða Björg Loftsdóttir húsmóðir.[1] Jónína á einn son, Gunnar Hrafn Jónsson fyrrverandi alþingismann með fyrrum eiginmanni sínum. Eiginkona Jónínu er Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra.

Nám og störf breyta

Jónína lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1974 og stundaði nám í listasögu og málvísindum við Essex háskóla í Bretlandi veturinn 1975-1976. Hún lauk BA prófi í ensku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1984.

Jónína var starfsmaður þingflokks Bandalags jafnaðarmanna frá 1984-1985 og varaþingmaður flokksins frá 1983-1987, blaðamaður á Helgarpóstinum 1985-1988, ritstjóri vikublaðsins Pressunnar frá 1988-1990 og ritstjórnarfulltrúi tímaritsins Nýtt líf frá 1990-2005. Frá ársbyrjun 2006 hefur Jónína helgað sig ritstörfum og gefið út fjölda bóka.

Bækur breyta

  • 1998 - Guð almáttugur hjálpi þér. Æviminningur sr. Sigurðar Hauks Guðjónssonar.
  • 1992 - Rósumál. Líf og störf Rósu Ingólfsdóttur.
  • 1993 - Sundur og saman (unglingabók)
  • 1994 - Þríleikur (skáldsaga)
  • 2007 - Talað út um lífið og tilveruna (greinasafn)
  • 2007 - Kossar og ólífur (unglingabók)
  • 2008 - Svart & hvítt (unglingabók)
  • 2009 - Ég & þú (unglingabók)
  • 2010 - Elskar mig, elskar mig ekki (smásögur)
  • 2010 - Allt fínt en þú? (skáldsaga)
  • 2011 - Upp á líf og dauða (unglingabók)
  • 2012 - Léttir: Hugleiðingar harmónikkukonu
  • 2013 - Við Jóhanna
  • 2014 - Bara ef... (skáldsaga)
  • 2015 - Konan í blokkinni (skáldsaga)
  • 2016 - Stúlkan sem enginn saknaði (skáldsaga)
  • 2017 - Óvelkomni maðurinn (skáldsaga)
  • 2019 - Barnið sem hrópaði í hljóði (skáldsaga)
  • 2020 - Andlitslausa konan (skáldsaga)

Leikrit breyta

  • 1995 - Að vera eða vera ekki
  • 1996 - Frátekið borð
  • 1997 - Leyndarmál
  • 1998 - Lófalestur
  • 1998 - Símastefnumót
  • 2000 - Það heilaga
  • 2000 - Koddahjal
  • 2000 - Helgarferð
  • 2000 - Fyrsta nóttin
  • 2002 - Stundarbrjálæði
  • 2002 - Stóra stundin
  • 2006 - Hér er kominn maður
  • 2006 - Kata. Einleikur
  • 2006 - Guðmundur. Einleikur
  • 2009 - Faraldur[2]

Tilvísanir breyta


  1. Alþingi, Æviágrip - Jónína Leósdóttir (skoðað 21. júní 2019)
  2. Bokmenntaborgin.is, „Jónína Leósdóttir“ (skoðað 21. júní 2019)