Jóhanna Einarsdóttir
Jóhanna Einarsdóttir (f. 11. nóvember 1952) er prófessor í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands.
Jóhanna Einarsdóttir | |
---|---|
Fædd | 11. nóvember 1952 |
Störf | Prófessor í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands |
Menntun og viðurkenningar
breytaJóhanna lauk kennaraprófi fá Kennaraskóla Íslands árið 1973 og stúdentsprófi frá sama skóla ári síðar. Þá lauk hún B.S. prófi í kennslufræðum frá University of Illinois 1976 og meistarprófi í menntunarfræðum frá sama skóla 1977. Hún lauk doktorsprófi í menntunarfræðum ungra barna frá University of Illinois árið 2000. Jóhanna hefur tekið þátt í mótun íslensks menntakerfis um árabil sem stjórnandi, kennari, rannsakandi og sem ráðgjafi við stefnumótun.[1]
Jóhanna var fyrst Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í menntunarfræðum ungra barna og hefur verið eini prófessorinn á því sviði á Íslandi síðan 2006.[2] Hún er brautryðjandi á sviði rannsókna í menntunarfræðum ungra barna, bæði hérlendis og á Norðurlöndunum.[3][4] Hún var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Oulu í Finnlandi árið 2017 fyrir vísindaframlag á sviði bernskurannsókna menntunarfræða ungra barna og siðfræði rannsókna með ungum börnum.[3] Árið 2018 hlaut Jóhanna viðurkenningu frá University of Illinois fyrir framlag sitt til rannsókna á menntun ungra barna. Viðurkenningin (distinguished alumni award) er veitt fyrrverandi nemendum skólans sem skarað hafa fram úr á sínu fræðasviði á alþjóðavettvangi.[5]
Stjórnun og forysta
breytaJóhanna byggði upp og var stjórnandi Framhaldsdeildar Fósturskóla Íslands í 10 ár. Þegar leikskólakennaranámið fluttist formlega á háskólastig og Fósturskólinn sameinaðist Kennaraháskóla Íslands um áramót 1997–1998 var hún ráðin yfirmaður þess náms og stýrði því mótun háskólanáms fyrir leikskólakennara.[6] Árið 2007 stóð hún fyrir stofnun fyrstu rannsóknarstofunnar við Kennaraháskólann, samkvæmt nýju skipulagi rannsókna, Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) og stýrði þeirri stofu um árabil.[3] Rannsóknarstofunni hefur orðið vettvangur fyrir rannsóknir og þróunarstarf í leikskólum landsins sem og fyrir unga rannsakendur, meistara- og doktorsnema til að vinna í samstarfi við reyndara fólk.[7]
Jóhanna var forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands 2013-2018.[8][9] Í hennar tíð var unnið að viðamiklum endurbótum á kennaranáminu í kjölfar úttektar á náminu og sameiningu Kennaraháskólans og Háskóla Íslands. Markmiðið með breytingum var að bæta námið og gera það eftirsóknarverðara fyrir tilvonandi nemendur. Sem lið í þeim breytingum má nefna flutning íþróttakennaranámsins til Reykjavíkur og breytta deildaskiptingu sem hafði í för með sér mun fjölbreyttara kennaranám.[7]
Kennsla
breytaJóhanna hefur réttindi til kennslu á öllum skólastigum. Hún starfaði sem æfingakennari við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans í 10 ár og var þar í forystu um nýbreytni og þróunarstarf með yngstu árgöngunum þar sem lýðræði í skólastarfi, skapandi starf og áhersla á styrkleika nemenda var í fyrirrúmi. Hún hefur kennt kennaranemum með stuttum hléum allt frá árinu 1977. Sem prófessor við Menntavísindasvið hefur hún staðið fyrir nýbreytni í kennsluháttum og samstarfi við erlenda háskóla. Sem dæmi má nefna námskeið fyrir doktorsnema í menntunarfræðum ungra barna á Norðurlöndunum sem var haldið með styrk frá Nord Forsk og sameiginlegt námskeið með Gautaborgarháskóla fyrir meistaranema. Jóhanna hefur verið gestakennari við erlenda háskóla. Sem dæmi má nefna, Charles Sturt háskóla í Ástralíu, Oulu háskóla í Finnlandi og University of Strathclyde í Skotlandi.[10]
Stefnumótun
breytaJóhanna hefur unnið að stefnumótum í menntamálum um árabil. Hún hefur verið þátttakandi í stefnumótun fyrir kennaranám í um fjóra áratugi og stýrt ýmsum nefndum og ráðum þar að lútandi, m.a. Vísindaráði Kennaraháskólans sem mótaði stefnu um rannsóknir við skólann. Hún hefur tekið þátt í stefnumótun í menntamálum hjá ríki og sveitarfélögum. Hún vann að stefnumótun menntamálaráðuneytisins í málefnum sex ára barna þegar sá aldurshópur var fluttur yfir til grunnskólans (Forskólanefnd). Hún tók þátt í vinnu við Aðalnámskrá grunnskóla árið 1989 og Aðalnámskrá leikskóla árið 2011.[11] Nú stýrir hún nefnd menntamálaráðuneytisins um stefnumótun í menntun barna með annað móðurmál en íslensku.[12]
Rannsóknir
breytaRannsóknir Jóhönnu hafa einkum beinst að menntun yngstu barnanna, tengslum skólastiganna, kennurum yngstu barnanna og menntun leikskólakennara. Hún hefur ásamt samstarfsfólki innan Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna, (RannUng) tekið þátt í fjölmörgum rannsóknum í samstarfi við innlenda og erlenda aðila.[13]
Hún hefur birt niðurstöður rannsókna sinna í bæði íslenskum og erlendum fagtímaritum og má benda á nokkrar sem mikið hefur verið vitnað í. Þar má nefna greinina „Research with children: Methodological and ethical challenges“ sem birtist í European Early Childhood Education Research Journal árið 2007. Einnig hefur mikið verið vitnað í greinina „Playschool in pictures: Children’s photographs as a research method“ sem birtist í Early Child Development and Care árið 2005. Einnig má nefna greinina „Making meaning: Children’s perspectives expressed through drawings“ sem birtist í Early Child Development and Care, árið 2009 sem hún vann í samstarfi við Sue Dockett og Bob Perry við Charles Sturt háskólann í Ástralíu. Þessar framangreindu greinar fjalla á gagnrýninn hátt um aðferðir og aðferðafræði í rannsóknum með ungum börnum.
Aðrar ritsmíðar sem vakið hafa athygli eru greinar um rannsóknir í íslenskum leikskólum, t.d. greinin „Children‘s and parents‘ perspectives on the purposes of playschool in Iceland“, sem birtist í tímaritinu International Journal of Educational Research, árið 2008. Einnig hefur Jóhanna skrifað um norræna leikskóla og ber þar hæst bókin Nordic Childhoods and Early Education: Philosophy, Research, Policy and Practice in Denmark, Finland, Iceland, Norway, and Sweden, sem hún ritstýrði í samstarfi við dr. Judith Wagner. Sú bók var eitt fyrsta fræðirit um Norrænar leikskólarannsóknir. Jóhanna hefur ritstýrt átta fræðibókum og þremur sérheftum virtra fræðirita á sínu sérsviði.[14]
Jóhanna er í stjórn European Early Childhood Education Research Association.
Alþjóðlegt samstarf
breytaJóhanna hefur tekið þátt í umfangsmiklu alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Hér verða tekin nokkur dæmi:
- Enhancing Transition Practices in Early Childhood Education (TRAP). Erasmus + verkefni 2018-2020.
- Politics of belonging: Promoting children's inclusion in education settings across borders 2018-2022. Um er að ræða alþjóðlega rannsókn sem hófst 2018 og er unnin með styrk frá Nord Forsk. Samstarfsaðilar eru Háskólinn í Stavanger, Zuyd Háskólinn í Hollandi, Linneus háskóli og Oulu háskóli.
- Values Education in Nordic Preschools: Basis of Education for Tomorrow. Um er að ræða norræna rannsókn sem hófst 2012 og er unnin með styrk frá Nord Forsk. Samstarfsaðilar eru Háskólinn í Stavanger, Háskólinn í Árósum, Linneus háskóli og Oulu háskóli.
- Pedagogy of Educational Transitions. Um er að ræða samstarfsverkefni þriggja háskóla í Evrópu og Charles Sturt háskóla í Ástralíu og Waikato háskóla á Nýja Sjálandi. Unnið með styrk frá Evrópuráðinu (Marie Curie). Verkefnið hófst 2012.
- Early Years Transition Programme. Rannsóknarverkefni með rannsakendum frá átta Evrópskum háskólum styrkt af Evrópuráðinu.
- Children tell of their Wellbeing. Rannsóknarverkefni við Háskólann í Oulu unnið með styrk frá finnska rannsóknarráðinu. Jóhanna var ráðgjafi í verkefninu sem hófst 2010 og því meðleiðbeindi doktorsnema í verkefninu.
- Meistring of Forskolelærarrolla i eit arbeidsfelt med lekmannspreg. Rannsóknarverkefni við Háskólann í Volda og Háskólann í Osló sem hófst 2010. Jóhanna var ráðgjafi í verkefninu.[15]
- "BE-CHILD - Build a more inclusive society supporting ECEC educators for the development of socio emotional competences in pre-school children" Erasmus verkefni sem hófst 2019.
Heimildir
breyta- ↑ Jóhanna Einarsdóttir. Prófessor í menntunarfræðum ungra barna. (e.d.). Menntun. Sótt 14. júní 2019 af: https://uni.hi.is/joein/menntun-og-storf/menntun/
- ↑ Illinois. College of Education. (2018). Education Innovator in Iceland. Sótt 14. júní 2019 af: https://education.illinois.edu/about/news-events/news/article/2018/05/14/education-innovator-in-iceland
- ↑ 3,0 3,1 3,2 Háskóli Íslands. (2017). Sótt 14. júní 2019. „Jóhanna Einarsdóttir sæmd heiðursdoktorsnafnbót“.
- ↑ Vísindavefurinn. (e.d.). Hvað hefur vísindamaðurinn Jóhanna Einarsdóttir rannsakað? Sótt 14. júní 2019 af: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=74986
- ↑ Háskóli Íslands. (2018). Hlýtur viðurkenningu fyrir framlag á sviði menntunar ungra barna. Sótt 14. júní 2019 af: https://www.hi.is/frettir/hlytur_vidurkenningu_fyrir_framlag_a_svidi_menntunar_ungra_barna
- ↑ Jóhanna Einarsdóttir. Prófessor í menntunarfræðum ungra barna. (e.d.). Starfsferill. Sótt 14. júní 2019 af: https://uni.hi.is/joein/menntun-og-storf/starfsferill/
- ↑ 7,0 7,1 „Menntavísindasvið. Starfsemi 2013-2018“ (PDF).
- ↑ Jóhanna Einarsdóttir. Prófessor í menntunarfræðum ungra barna. (e.d.). Forsíða. Sótt 14. júní 2019 af: https://uni.hi.is/joein/
- ↑ Mbl.is. (2013, 16. maí). Tveir nýir forsetar fræðasviða hjá HÍ. Sótt 14. júní 2019 af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/05/16/tveir_nyir_forsetar_fraedasvida_hja_hi/
- ↑ Jóhanna Einarsdóttir. Prófessor í menntunarfræðum ungra barna. (e.d.). Kennslustörf. Sótt 14. júní 2019 af: https://uni.hi.is/joein/menntun-og-storf/kennslustorf/
- ↑ Jóhanna Einarsdóttir. Prófessor í menntunarfræðum ungra barna. (e.d.). Nefndir og stjórnir. Sótt 7. júní 2019 af: https://uni.hi.is/joein/anna%C3%B0/nefndir-og-storf/
- ↑ Stjórnarráð Íslands. (e.d.). Verkefnastjórn starfshóps um nemendur með annað móðurmál en íslensku. Sótt 7. júní 2019 af: https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/nanar-um-nefnd/?itemid=41b8d637-2866-11e9-942f-005056bc4d74
- ↑ Google Scholar Profile. Johanna Einarsdottir, professor. Sótt júní 2019 af: https://scholar.google.com/citations?user=FJ2LiTsAAAAJ&hl=en
- ↑ EECERA. (e.d.). Trustees. Board of Trustees. Sótt 7. júní 2019 af: https://www.eecera.org/about/trustees/
- ↑ Jóhanna Einarsdóttir. Prófessor í menntunarfræðum ungra barna. (e.d.). Research Grants. Sótt 7. júní 2019 af: https://uni.hi.is/joein/en/rannsoknir-2/rannsoknarstyrkir/