Into the Wild

bandarísk kvikmynd frá 2007 eftir Sean Penn

Into the Wild er kvikmynd sem var gefin út 2007, framleidd af Sean Penn. Sagan fjallar um Christopher A. McCandless, nýútskrifaðan framhaldskólastúdent. Hann ákvað að fara í puttaferðalag til þess að uppgötva sjálfan sig. Á leiðinni fór hann upp og niður Austur Bandaríkin, fór í heimsókn til Mexíkó og endaði í Alaska.

Christopher kemur frá fjölskyldu þar sem bæði hann og systir hans, Carrie, voru lausaleiksbörn. Faðir hans var enn giftur annarri konu þegar að hann átti þau tvö. Faðir hans, Walt McCandless rak og stofnaði flug ráðgjafar fyrirtæki ásamt eiginkonu sinni og stjúpbróður. Walt, og kona hans áttu mörg rifrildi sín á milli, sem leiddu til þess að bæði Christopher og systir hans Kerin minnkuðu samskipti sín við foreldra sína. Kerin fór þó aldrei það langt að yfirgefa foreldra sína, eins og Christopher gerði.

Í leit sinni að hvernig lífið ætti að vera fór hann í puttaferðalag. Hann ákvað að hann myndi vera eins lengi og hann þyrfti til að gera upp hug sinn. Hann gaf háskólasjóð sinn til til góðgerðarmálefnisins Oxfram áður en hann fór.[1] Christopher er ekki mjög félagslynd persóna en hann kann bækur eftir Lev Tolstoj, Henry David Thoreau og Jack London utanað. Hann er gjarn á að vitna úr bókum þessara þriggja höfunda.

Kvikmyndin var leikstýrð af Sean Penn og gefin út 21. september 2007.[2] Kvikmyndin hefur áherslu á þau persónulegu tengsl sem Christopher myndar með sér á leiðinni. Kvikmyndin flakkar á milli þriggja sjónarhorna. Fyrsta sjónarhornið er frá æsku Christophers, annað sjónarhornið sýnir frá ferð hans í Alaska og það þriðja frá ferð hanns um Bandaríkin. Öll þessi sjónarhorn koma fyrir til skiptis í kvikmyndinni og fyrir vikið þá fylgir myndin engann veginn tímaröð þeirra atburða sem að Christopher lenti í.

Fótgangandi um Bandaríkin

breyta

Á ferðalögum sínum kallaði hann sig "Alexander Supertramp". Alexander er millinafn Christopher McCandless og "supertramp" er til marks um ferðalög hans. Hann skildi við bíl sinn í Arizona eyðimörkinni og hélt áfram gangandi í austurátt. Á leið sinni rakst hann á ferðalanga í hjólhýsum. Í Suður Dakóta vann hann hjá Wayne Westerberg við hrísgrjónaframleiðslu. Christopher hélt góðum samskiptum við Wayne, þangað til hann lét verða af enn stærri draum sínum, að ferðast til Alaska. Ferðir Cristophers héldu áfram á kanó, sem hann keypti sjálfur, niður Colorado ánna. Hann fór alla leið suður að Hoover stíflunni. Þar fór hann í gegnum flóðgáttir stíflunnar. Hinum megin stíflunnar var mýrlendi, en hann hélt áfram til Mexíkó og varð síðar fundinn af leiðsögumönnum í fuglaveiði. Hann var vísaður úr landi og endaði í Las Vegas þar sem hann bjó á götunni, árið 1991.

Ferð til Alaska

breyta

Í aprílmánuði, 1992 fór hann til Alaska, fyrst til Fairbanks og byrjaði ferð sína þar rétt sunnan við Healy. Hann tók með sér 6kg af hrísgrjónum og hélt áfram Stampede gönguleiðina. Eftir aðeins tvo daga, féll hann í ísilagt vatn, samkvæmt dagbók hans[3]. Á fjórða degi göngunnar fann hann yfirgefna rútu sem notuð er af veiðimönnum. Hann kallaði rútuna "Magic Bus", í dagbók sinni. Á 67 degi, eða eftir rúmlega tíu vikur í Alaska hélt hann til baka til Healy. Hann gekk 16km og þá stöðvaði fljótið Tenlankika för hans. Miklir vatnavextir voru í ánni, og Christopher komst ekki lengra. Hann fór því aftur í rútuna og reyndi að lifa af. Síðustu dagbókarfærslur Christophers segja frá að hann hafi verið í sínu versta ástandi ævi sinnar. Christopher dó að lokum í rútunni og vóg 30kg. Hann fannst eftir að veiðimaður hafði lokið veiðiferð sinni á elg. Þar sem rútan er hefðbundinn hvíldarstaður veiðimanna á svæðinu, hélt hann áfram þangað og fann Christopher. Við dánarbeð hans fundust bækurnar The terminal man, Doctor Zhivago og Education of a wandering man. Ásamt bókunum var 22 kalíbera riffill, myndavél og dagbók sem lýsti 113 dögum hans í Alaska allt fram til ágústsmánuðar. Í rútunni hafði Christopher skrifað: "Enginn sími. Enginn sundlaug. Engin gæludýr. Engar sígarettur. Algjört frelsi...aldrei aftur fangelsaður af samfélaginu flýr hann og gengur einn í óbygðum til þess að verða týndur í óbyggðum."

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Oxfram Goes "Into the Wild". Afrit af upprunalegu geymt þann 19. nóvember 2009. Sótt 31. október 2010.
  2. Into the Wild (2007) IMDb
  3. Christopher McCandless Pictures