Internet Channel
Internet Channel eða Internetrásin er sérútgáfa Opera-vafrans fyrir Wii-leikjatölvuna. Internet Channel styður beinan aðgang að Internetinu (ólíkt Opera Mini) og styður flest það sem hefðbundinn Opera-vafri styður. Viðmótið var endurhannað til að henta betur fyrir sjónvarpsskjá. Prufuútgáfa af vafranum kom út árið 2006 og full útgáfa árið 2007.