Innvortis
Íslensk hljómsveit
Innvortis er íslensk pönk/rokkhljómsveit frá Húsavík sem var stofnuð árið 1996 af Arngrími Arnarsyni, Björgvini Sigurðssyni, Brynjúlfi Sigurðssyni og Snæbirni Ragnarssyni. Hljómsveitin gaf út sinn fyrsta geisladisk, kemur & fer, árið 1998 en síðan þá hafa þeir verið lítið starfandi. Árið 1999 tók Eggert Hilmarsson við af Brynjúlfi. Árið 2003 tók Daníel Viðar Elíasson við af Arngrími og Flosi Þorgeirsson tók við af Björgvini og árið 2005 tók Baldur Ragnarsson við af Flosa og þannig hafa þeir starfað síðan. Árið 2012 gáfu þeir svo út geisladiskinn Reykjavík er ömurleg eftir að hafa verið lítið virkir í nokkur ár.