Innflutningskvóti
Innflutningskvóti er verslunarhöft þar sem eingöngu má flytja takmarkað magn af tiltekinni vöru inn í ákveðið land á ákveðnu tímabili. Innflutningskvóta má nota ásamt tollum til að ýta undir innlenda framleiðslu á vörum. Innflutningskvótar á búvörur eru nokkuð algengir, t.d. á Íslandi er innflutningskvóti fyrir osta og kjöt.