Iceland Parliament Hotel
Iceland Parliament Hotel, Curio Collection by Hilton, er 163 herbergja hótel staðsett við Thorvaldsensstræti í miðborg Reykjavíkur, rétt við Alþingi. Hótelið er rekið af Iceland Hotel Collection by Berjaya í gegnum sérleyfissamning við Hilton Worldwide. Hótelið samanstendur af sjö endurbyggðum og nýjum byggingum.[1] Þrjú af aðaltorgum gamla Reykjavíkurbæjar umkringja bygginguna, Austurvöllur í austri, Ingólfstorg í norðri og Víkurgarður í vestri.[2]
Iceland Parliament Hotel | |
Staðsetning | Thorvaldsensstræti 2–6 |
---|
Upphaflega var áætlað að hótelið yrði opnað árið 2018, en byggingartími lengdist sökum byggingatafa og vegna COVID-19-faraldursins. Þessar tafir urðu til þess að hótelið opnaði 27. desember 2022, nærri 5 árum á eftir áætlun.[3]
Á hótelinu er að einnig að finna veitingastað, bar, SPA, ráðstefnu- og fundarsali, ásamt stóru viðburðarrými í gamla sjálfsstæðissalnum.
Arkitektúr
breytaHótelið samanstendur af sjö byggingum. Þar á meðal eru fyrrum höfuðstöðvar Pósts og Síma (Landssímahúsið) og gamli Kvennaskólinn. Öðrum nýbyggingum var bætt við, bæði til að tengja eldri byggingar, ásamt því að bæta við aðstöðu hótelsins.
Framkvæmdadeilur
breytaÁrið 2017 komu upp deilur vegna framkvæmdanna þegar breyting á deiliskipulagi til stækkunar hótelsins var samþykkt, þar sem byggja mátti við Landssímahúsið og inn í Víkurgarð á norðausturhlið hússins. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar lagði fram kæru til ríkissaksóknara þar sem byggingin myndi þá ná yfir gamlan kirkjugarð.[4]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Iceland Parliament Hotel, Curio Collection by Hilton, Opens in the Icelandic Capital“. www.hotelnewsresource.com. Hotel News Resource. 3. janúar 2023. Sótt 18. desember 2023.
- ↑ Staff, Icelandmag. „See how three of Reykjavík's squares will be transformed by a new Hilton hotel“. Icelandmag (enska). Sótt 19. desember 2023.
- ↑ Valdórsson, Gísli Freyr (17. ágúst 2022). „Opnun Parliament Hotel tefst enn“. www.mbl.is. Mbl. Sótt 19. desember 2023.
- ↑ Kristin, Sigurdardottir (9. júlí 2019). „Lögreglustjóri vísar frá kæru vegna Víkurgarðs“. RÚv. Sótt 19. desember 2023.