Avicenna

(Endurbeint frá Ibn Sina)

Avicenna eða Ibn Sīnā (9801037) var íranskur heimspekingur og fjölfræðingur, sem fékkst meðal annars við rökfræði, stærðfræði, stjörnufræði, gullgerðarlist, náttúruvísindi, sálfræði og læknisfræði. Hann var merkasti heimspekingur síns tíma.

Avicenna samdi tæplega 450 ritgerðir um ýmis efni og hafa um 240 þeirra varðveist. Flestar fjalla um heimspeki og læknislist. Avicenna var undir miklum áhrifum frá gríska heimspekingnum Aristótelesi en hafði sjálfur gríðarleg áhrif á íslamska heimspemki.

Tenglar

breyta