I Adapt var íslensk hljómsveit sem spilaði harðkjarnapönk.

I Adapt
I Adapt árið 2007 Ljósmynd eftir Eyþór Árnason
Fæðingarnafn I Adapt
Uppruni Reykjavík, Ísland
Hljóðfæri Söngur, Gítar, Trommur, Bassi
Tónlistarstefnur Harðkjarnapönk
Ár 2001 - 2008, 2012
Vefsíða I Adapt á Facebook

Hljómsveitin var stofnuð snemma árið 2001 og voru fyrstu tónleikar hennar haldnir stuttu eftir það. Fyrstu tónleikarnir voru 10 ára afmælistónleikar hljómsveitarinnar Forgarður helvítis.

Hljómsveitin fór í allnokkrar tónleikaferðir um Evrópu, þá aðallega um Bretland en síðustu tveir túrarnir voru teknir út á austurströnd Bandaríkjanna. Hljómsveitin tilkynnti síðla árs 2007 að hún hefði í hyggju að leggja upp laupana og að síðustu tónleikar hljómsveitarinnar yrðu að öllum líkindum á Uppsveiflukvöldi Monitor þann 6. desember 2007. Það reyndist ekki vera tilfellið því lokatónleikar I Adapt fóru fram í Hellinum, TÞM í febrúar 2008. Stuttu seinna gengu Birkir og Arnar Már til liðs við hljómsveitina Celestine, þar sem Birkir tók við trommunum en Arnar hélt sig við bassann. I Adapt spilaði á Eistnaflugi 2012 og hefur ekki spilað á tónleikum síðan.

MeðlimirBreyta

 • Birkir Viðarson (Birkir)- Söngur (Hellvar, ex-Döðlurnar, ex-Stjörnukisi, ex-Celestine, ex-Hryðjuverk, ex-Bisund)
 • Ingi Þór Pálsson (Ingi) - Gítar (Kontinuum, Black Earth, ex-Snafu, ex-Andlát,)
 • Erling Páll Karlsson (Elli) - Trommur (Celestine, Ojba Rasta, ex-Molesting Mr. Bob, ex-Krooks, ex-Blóð, ex-Vera)
 • Arnar Már Ólafsson (Addi) - Bassi (Gavin Portland, Celestine)
 • Joseph Cosmo Muscat (Jobbi) - Gítar (Celestine, Kalel, ex-Jericho Feve, ex-Brother Majere, ex-Chthonic)

Fyrrum meðlimirBreyta

 • Björgvin Ívar Baldursson (Bjöggi) - Gítar (Eldar, Lifun, Klassart)
 • Freyr Garðarsson (Freysi) - Gítar (Myra, ex-Citizen Joe)
 • Axel Wilhelm Einarsson (Saxi) - Gítar
 • Vilhelm Vilhelmsson (Villi) - Bassi / bakraddir (ex-Hryðjuverk, ex-Bölvun)
 • Björn Stefánsson (Bjössi) - Trommur (Mínus, ex-Klink, ex-Spitsign, ex-Thundergun)
 • Smári Tarfur Jósepsson (Smári) - Trommur (Ylja, P0rker, ex-Quarashi, ex-Spitsign)
 • Valur Guðmundsson (Valur) - Trommur (Ask the Slave, ex-Squirt, ex-Andlát)
 • Ólafur Arnalds (Óli) - Trommur (Ólafur Arnalds, ex-Celestine, ex-Fake Disorder, ex-Fighting Shit)

ÚtgáfurBreyta

 • The Famous Three [Live] CD 2001
 • Why not make today legendary CD 2002
 • Sparks turn to flames CD 2003
 • No Pasaran CD,LP 2004
 • I Roast My Marsmallows in Church Fire (deiliskífa með The Neon Hookers), 7" 2007
 • From Town To Town 7" 2007
 • Chainlike Burden CD 2007

TenglarBreyta