I Adapt
I Adapt er íslensk hljómsveit sem spilar harðkjarnapönk.
I Adapt | |
---|---|
Fæðing | I Adapt |
Uppruni | Reykjavík, Ísland |
Ár | 2001 - 2008, 2012, 2024 |
Stefnur | Harðkjarnapönk |
Hljóðfæri | Söngur, Gítar, Trommur, Bassi |
Vefsíða | I Adapt á Facebook |
Hljómsveitin var stofnuð snemma árið 2001 og voru fyrstu tónleikar hennar haldnir stuttu eftir það. Fyrstu tónleikarnir voru 10 ára afmælistónleikar hljómsveitarinnar Forgarður helvítis.
Hljómsveitin fór í allnokkrar tónleikaferðir bæði um meginland Evrópu og Bretland en síðustu tveir túrarnir voru farnir á austurströnd Bandaríkjanna. Hljómsveitin tilkynnti síðla árs 2007 að hún hefði í hyggju að leggja upp laupana og og lokatónleikar I Adapt fóru fram í Hellinum, TÞM, í febrúar 2008. Stuttu seinna gengu Birkir og Arnar Már til liðs við hljómsveitina Celestine, þar sem Birkir tók við trommunum en Arnar hélt sig við bassann. I Adapt komu saman aftur á Eistnaflugi 2012 og einnig sumarið 2024 þar sem þeir spiluðu á hátíðinni Sátan í Stykkishólmi, Rokkhátíð Lemmy og hjá R6013 á menningarnótt.
Meðlimir
breyta- Birkir Viðarson - Söngur (frá 2001)
- Ingi Þór Pálsson - Gítar (frá 2001)
- Erling Páll Karlsson - Trommur (frá 2003)
- Þorsteinn Gunnar Friðriksson - Bassi/ bakraddir (frá 2024)
- Gunnar Ingi Jones - Gítar (frá 2024)
Fyrrum meðlimir
breyta- Björn Stefánsson - Trommur (2001)
- Smári Tarfur Jósepsson - Trommur (2001)
- Valur Guðmundsson - Trommur (2002)
- Ólafur Arnalds - Trommur (2002)
- Axel Wilhelm Einarsson - Gítar (2001-2003)
- Vilhelm Vilhelmsson - Bassi / bakraddir (2001-2005)
- Freyr Garðarsson - Gítar (2003)
- Arnar Már Ólafsson - Bassi (2005-2008 og 2012)
- Björgvin Ívar Baldursson - Gítar (2006)
- Joseph Cosmo Muscat - Gítar (2008 og 2012)
Útgáfur
breyta- The Famous Three [Live] CD 2001
- Why not make today legendary CD 2002
- Sparks turn to flames CD 2003
- No Pasaran CD,LP 2004
- I Roast My Marsmallows in Church Fire (deiliskífa með The Neon Hookers), 7" 2007
- From Town To Town 7" 2007
- Chainlike Burden CD 2007
Tenglar
breyta- I Adapt á Facebook
- I Adapt á dordingull.com Geymt 10 júlí 2011 í Wayback Machine