Hverfisgata 21 er hús við Hverfisgötu í Reykjavík sem fullgert var árið 1912. Jón Magnússon forsætisráðherra lét reisa það sem íbúðarhús fyrir sig og konu sína, Þóru Jónsdóttur.

Húsið er steinsteypt og var byggt sem skrifstofu- og íbúðarhús. Arkitekt þess var Finnur Ó. Thorlacius en byggingarmeistari Steingrímur Guðmundsson. Flatarmálið 176,9 fm. Skrifstofur Áfengisverslunar ríkisins voru um tíma í húsinu og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hóf þar göngu sína árið 1932. Menningarsjóður var einnig með skrifstofur í húsinu um tíma og sama gengdi um Lánasjóð íslenskra námsmanna.

Þegar Kristján X Danakonungur heimsótti Ísland árið 1926 ásamt Alexandrínu drottningu sinni, lentu íslensk stjórnvöld í vandræðum með að finna bústað sem væri gestunum samboðinn. Varð úr að konungshjónin gistu á heimili Jóns, sem þá var forsætisráðherra.

Jón Magnússon lést meðan á Íslandsheimsókn konungs stóð. Í kjölfarið eignaðist Sigurður Jónasson forstjóri Hverfisgötu 21. Hann seldi það Hinu íslenska prentarafélagi (nú Félag bókagerðarmanna) árið 1940 og hefur félagið haft höfuðstöðvar sínar þar upp frá því.

Heimild breyta

  • Páll Líndal (1987). Reykjavík: Sögustaður við Sund H-P. Örn og Örlygur.