Hvannalindir eru gróðurvin í um 640 m hæð á Miðhálendinu við Lindá í Lindahrauni í Krepputunguhraunum. Þjóðvegur F903 liggur um lindirnar en Hvannalindir eru á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðar. Hvannalindir taka nafn sitt af ætihvönn sem er þar í ríkum mæli. Yfir 30 fuglategundir hafa sést þar.

Vinin fannst árið 1834 en Kristján Eldjárn rannsakaði mannvistarleifar þar, kofa og fjárrétt, árið 1941 en getgátur eru um að Fjalla-Eyvindur og Halla Jónsdóttir hafi dvalið þar. Minjarnar eru friðlýstar.

Tenglar

breyta