Hvalbiareiði (einnig Fiskieiði) er færeyskt eiði á eyjunni Suðuroy. Tvö eiði eru staðsett vestan við bæjarfélagið Hvalba, annað þeirra en Hvalbiareiði og hitt er Norðbergseiði sem er lengra. Grímsfjall skilur að þessi tvö eiði. Há björg eru sunnan og norðan við Hvalbiareiði. Stutt er á milli austur og vesturstrandar eyjarinnar þar sem Hvalba liggur. Áður en vélbátar komu til sögunar í Hvalba var Hvalbiareiði notuð sem höfn til að stytta leiðina á góð mið.

Höfnin á Hvalbiareiði.

Hvalbiareiði er náttúruhöfn sem hefur verið endurbætt af mannavöldum. Höfnina var erfitt að nýta áður en hún var endurbætt, því að eiðið er bratt og hátt fall er í sjóinn. Þessu var breytt á 20. öld svo að innsiglingin varð virkilega góð. Eiðið var mikilvæg höfn fyrir Hvalba. Vegna þess hversu stutt er á milli austur og vesturstrandar eyjarinnar gátu fiskibátar frá bæjarfélaginu valið á milli vestur eða austurstrandarinnar. Fyrir daga vélbátavæðingarinnar voru allt að 23 bátar í höfninni.

Á 19 öld voru gerðar tilraunir til að endurbæta höfnina en þær gáfu ekki góða raun. Árið 1895 var Niels L. Arge fenginn til hjálpar sem hann gerði á þann hátt að útvega 40 tunnur af steypu og 8 tunnur af sandi. Tveimur fiskiskúrum var bætt við á eiðið árið 1915 þar sem fiskur var flakaður og saltaður. Höfnin var endurbætt enn frekar árið 1890 þegar viðarplankar voru lagðir í höfnina sem auðveldaði flutning skipana til og frá sjónum. Plankarnir voru til staðar þangað til 1973 þegar þeir voru fjarlægðir vegna viðhalds, en einungis einum þeirra var komið fyrir á sínum stað.

Fyrsti vegurinn til eiðisins var gerður árið 1890 að Skallaportinu. Framkvæmdir að eiðinu sjálfu voru hægfara og framkvæmdir voru enn í gangi árið 1931 þegar fyrsti bíllinn kom til Hvalba. Vegurinn gerði þó flutningana auðveldari, því fiskimenn báru fiskinn alla leið í þorpið áður en hann kom.