Hvítserkur (fjall)
Hvítserkur er sérkennilegt fjall á milli Húsavíkur og Borgarfjarðar eystri í Norður-Múlasýslu. Annað nafn á fjallinu er Röndólfur. Það er úr ljósu bergi en svartir blágrýtisgangar skerast þvers og kruss um það.
Hvítserkur | |
---|---|
Hæð | 774 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Múlaþing |
Hnit | 65°26′09″N 13°45′05″V / 65.4358°N 13.7514°V |
breyta upplýsingum |
Fjallið er ekkert sérstakt að sjá úr Borgarfirði en nýtur sín vel af veginum yfir Húsavíkurheiði.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.