Hubeireynir (fræðiheiti Sorbus hypehensis) er grannvaxin og lágvaxin tegund af reynitré. Hubeireynir er upprunninn í mið- og vesturhluta Kína. Tréð verður 5 - 10 m hátt með grábrúnum til fjólublábrúnum berki. Laufin er græn að ofan en fölari að neðan og eru 10-15 sm löng. Blaðstilkurinn vex oft lóðrétt upp og grænblá laufblöðin vaxa lárétt út frá honum. Berin eru skærbleik í stórum klösum. Haustlitur blaða er appelsínugulur yfir í fagurrautt. Blómin eru með hvít krónublöð og gulhvíta fræfla. Hubeireynir er ræktaður sem skrauttré en haustlitir, ber og blóm þykja falleg. Það eru tvö afbrigði

  • Sorbus hupehensis var. hupehensis
  • Sorbus hupehensis var. paucijuga
Hubeireynir

Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
(óraðað): Angiosperms
(óraðað) Eudicots
(óraðað) Rosids
Ættbálkur: Rosales
Ætt: Rosaceae
Ættkvísl: Sorbus
Undirættkvísl: Sorbus
Tegund:
S. hupehensis

Tvínefni
Sorbus hupehensis
C.K.Schneid.

Hubeireyni er oft ruglað saman við Sorbus glabrescens og Sorbus oligodonta.

Heimild breyta

  • Skógræktarritið Árið 2015, bls. 15