Hrund Ólöf Andradóttir
Hrund Ólöf Andradóttir er fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors í umhverfis- og byggingarverkfræði á Íslandi.
Hrund Ólöf Andradóttir | |
---|---|
Störf | Prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands |
Ferill
breytaHrund lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1990 af eðlisfræðibraut. Hún lauk CS-prófi í byggingarverkfræði með áherslu á vatnaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1994. Þaðan hélt hún í framhaldsnám til Ralph M. Parsons tilraunastofunnar við Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Boston, Bandaríkjunum. Árið 2000 varð Hrund fyrsta íslenska konan til að ljúka doktorsprófi í umhverfis- og byggingarverkfræði og 10. íslenska konan að ljúka doktorsprófi í verkfræði.[1] Að námi loknu starfaði hún við rekstrarráðgjöf hjá Mars & Co í Bandaríkjunum í sex ár. Hrund hóf akademískan feril með fastráðningu við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands árið 2006.[2] Árið 2016[3] varð hún fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors á sviði umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands og þriðja konan til að gegna stöðu prófessors í verkfræðideildum Háskóla Íslands. Hrund sérhæfir sig í orsökum, dreifingu og afleiðingum umhverfismengunar. Hún hefur unnið að fjölbreyttum rannsóknum sem snúa m.a. að því að auka skilning á eðlisfræði vatnakerfa á norðlægum slóðum, auka umhverfisgæði og stuðla að sjálfbæru borgarsamfélagi.[4] Hrund hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa, t.d. sem formaður Vatns- og fráveitufélags Íslands og formaður skipulagsnefndar Háskóla Íslands.[5]
Vatnaverkfræðilegar rannsóknir
breytaHrund kannaði möguleg áhrif brúarþverunar yfir Hvalfjöð á lífríki og vatnafar í lokaverkefni sínu við Háskóla Íslands undir handleiðslu dr. Gunnars Guðna Tómassonar. Við MIT rannsakaði Hrund varmafræði náttúrulegra vatnakerfa og hlutverk grunnra votlenda í að beina vatnsborinni mengun við yfirborð stöðuvanta undir leiðsögn prófessors Heidi Nepf.[6] Hrund stofnaði til rannsókna á eðlisfræðilegri hegðun djúpra stöðuvatna við norðurheimskautið í samvinnu við Francisco Rueda við Háskólann í Granada með styrk frá Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar.[7] Niðurstöður vettvangsrannsókna og þrívíðra líkanagerðar draga fram óvenjulega óstöðugar aðstæður og stórar innri sveiflur í Lagarfljóti sem rekja megi til mikils vindálags, lágs lofthita og jökulinnrennslis.[8] Jafnframt rannsakaði Hrund afdrif jökulvatns frá Silfru í Þingvallavatni í samvinnu við Bernard Laval við Háskólann í Bresku Kólumbíu og Alexander Forrest, nú við Háskólann í Kaliforníu í Davis.[9] Þá hefur Hrund rannsakað áhrif stýringar á vatnstöku á viðkomutíma landborinna efna í miðlunarlóni.[10] Hrund hefur jafnframt tekið þátt í rannsóknum á gæðum lítilla vatnsbóla á Íslandi undir forystu Maríu Jónu Gunnarsdóttur og Sigurðar Magnúsar Garðarssonar við Háskóla Íslands.[11][12]
Umhverfisgæði og sjálfbærar borgir í köldu loftslagi
breytaHrund er einn helsti sérfræðingur Íslands á virkni blágrænna ofanvatnslausna[13] að miðla gæðum og magni regnvatns í borgum. Hrund mat áhrif vinds á getu settjarna til að draga úr þungmálmamengun í verkefni styrkt af Umhverfis- og orkurannsóknasjóði Orkuveitu Reykjavíkur.[14][15][16]Hún greindi árstíðabundna vatnafræðilega hegðun og ásýnd léttra gróðurþaka.[17][18][19] Þá rannsakaði Hrund breytingar í aftakaúrkomu og flóðahættu í miðborg Reykjavíkur vegna hnattrænnar hlýnunar.[20] Hún greindi lykilárangursþætti í innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna.[21] Nú stundar Hrund rannsóknir á getu gróðurrása að miðla vetrarflóðum í umhverfisvottaða hverfinu Urriðaholti,[22] sem styrkt er af Rannsóknasjóði Rannís.[23]
Síðustu ár hefur Hrund beint sjónum að loftgæðum í Reykjavík. Hún tók þátt í að meta umhverfisfótspor brennisteinsvetnislosunar frá jarðvarmaverum [24][25] og gosösku frá Eyjafjallajökli[26] í samvinnu við Sigurð Magnús Garðarsson og Snjólaugu Ólafsdóttur, nú framkvæmdastjóra Andrými ráðgjafar.[27] Þau Þröstur Þorsteinsson hafa greint alvarleika mengunar af völdum flugelda og kallað á aðgerðir sem takmarka mengunina.[28][29][30][31][32][33][34][35][36][37] Hún rannsakar styrkleika sóts í Reykjavík, sem eru fínar agnir í útblæstri bíla sem valda neikvæðum heilsuáhrifum eins og til dæmis krabbameini.[38] Hrund er í samstarfi við Larry Anderson, prófessor emerítus hjá Háskólanum í Koloradó í Denver, um brennisteinsvetnismengun í Reykjavík.
Einkahagir
breytaHrund er dóttir Guðfinnu Svövu Sigurjónsdóttur, listfræðings og kennara, og Andra Ísakssonar, prófessors í uppeldisfræðum við Háskóla Íslands og yfirdeildarstjóra í framhaldsskóla- og verkmenntadeild höfuðstöðva mennta- og menningarmálastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, UNESCO. Andri var sonur Ísaks Jónssonar, frumkvöðuls í skólamálum og stofnanda Skóla Ísaks Jónssonar, og Sigrúnar Sigurjónsdóttur, kennara við sama skóla. Svava er dóttir Sigurjóns Sigurðarsonar, kaupmanns, og Sigrúnar Jónsdóttur batíklistakonu. Systkini Hrundar eru Sigrún Andradóttir, prófessor í iðnaðarverkfræði, Þór Ísak Andrason, iðnaðarverkfræðingur, og Hjalti Sigurjón Andrason, líffræðingur.[39]
Heimildir
breyta- ↑ „Kvennasögusafn Íslands - Faggreinar“. kvennasogusafn.is. Sótt 30. ágúst 2019.[óvirkur tengill]
- ↑ Mbl.is. (2006, 19. október). Hrund Ólöf Andradóttir ráðin dósent í umhverfis- og byggingarverkfræði við HÍ. Sótt 29. ágúst 2019
- ↑ Háskóli Íslands. (2016). Hátt í fimmtíu fræðimenn fá framgang í starfi. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Google Scholar. Hrund Ó. Andradóttir.
- ↑ Háskóli Íslands. (2018). Skipulagsnefnd háskólaráðs tekur til starfa. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Andradóttir H.Ó., and Nepf, H.M. (2000). Thermal mediation by littoral wetlands and impact on lake intrusion depth, Water Resources Research, 36(3), 725-735
- ↑ Landsvirkjun. Orkurannsóknasjóður Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 2. september 2019.
- ↑ Priet-Mahéo, M.C., Ramón, C.L., Rueda, F.J. and Andradóttir, H.Ó. (2019). Mixing and internal dynamics of a medium‐size and deep lake near the Arctic Circle Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Limnology and Oceanography, 64(1), 61-80. https://doi.org/10.1002/lno.11019
- ↑ Forrest, A.L., Andradóttir, H.Ó., and Laval, B.E. (2012). Preconditioning of an underflow during ice-breakup in a subarctic lake, Aquatic Sciences, 74(2), 361-374.
- ↑ Andradóttir, H.Ó., Rueda, F.J., Armengol, J., and Marcé R. (2012), of residence time variability in a managed monomictic reservoir[óvirkur tengill], Water Resour. Res., 48(11), W11505.
- ↑ Gunnarsdottir, M.J., Persson, K.M., Andradóttir, H.Ó., and Gardarsson, S.M. (2017). Status of small water supplies in the Nordic countries: Characteristics, water quality and challenges, Int. J. Hygiene and Environ. Health, 220(8):1309-1317.
- ↑ Gunnarsdóttir, M.J., Andradóttir H.Ó., and Garðarsson, S.M. (2013) Microbial contamination in groundwater supply in cold climate and pumice: Case study of norovirus outbreak at Lake Mývatn, Iceland, Hydrology Research, 44(6), 1114-1128.
- ↑ Blágrænar ofanvatnslausnir í Reykjavík. Sótt 2. september 2019.
- ↑ Andradóttir, H.Ó., and Vollertsen, G.E. (2015). Temporal variability of heavy metals in suburban road runoff in rainy cold climate, J. Environ. Eng. ASCE, 141(3).
- ↑ Andradóttir, H.Ó., and Mortamet, M.L. (2016). Impact of wind on storm water pond hydraulics, J. Hydraulic. Eng. ASCE, DOI:10.1061/(ASCE)HY.1943-7900.0001150, 04016034.
- ↑ Andradóttir, H.Ó. (2017). Impact of wind on storm water pond particulate removal, J. Environ. Eng. ASCE, 10.1061/(ASCE)EE.1943-7870.0001221.
- ↑ Halla Einarsdóttir, Ágúst Elí Ágústsson, Hrund Ó. Andradóttir, Magnús Bjarklind og Reynir Sævarsson (2018). Hönnun og virkni léttra gróðurþaka við íslenskar aðstæður, Verktækni, 24, 31-41.
- ↑ Halla Einarsdóttir (2018). Árstímabundin virkni léttra gróðurþaka á Íslandi; Seasonal performance of extensive green roofs in Iceland. MS ritgerð, Reykjavík: Háskóli Íslands.
- ↑ Ágúst Elí Ágústsson. (2015). Græn þök á Íslandi. Greining á vatnsheldni grænna þaka miðað við íslenska veðráttu. MS ritgerð, Reykjavík: Háskóli Íslands.
- ↑ Hlöðversdóttir, Á.Ó., Björnsson, B., Andradóttir, H.Ó., Elíasson, J. and Crochet, P. (2015). Assessment of flood hazard in a combined sewer system in Reykjavik city center, Water Sci. Tech., 71(10), 1471–1477.
- ↑ Eyrún Pétursdóttir, Hrund Ó. Andradóttir, og Halldóra Hreggviðsdóttir (2017). Lykilþættir í innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi. Verktækni, 23, 50-55.
- ↑ Velkomin í Urriðaholt. Vistvottað hverfi. Sótt 2. september 2019.
- ↑ Rannís. Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2018.
- ↑ Ólafsdóttir, S., Garðarsson, S.M., and Andradóttir, H.Ó. (2014). Spatial distribution of hydrogen sulfide from two geothermal power plants in complex terrain. Atmospheric Environment, 82, 60-70.
- ↑ Ólafsdóttir, S., Garðarsson, S.M., and Andradóttir, H.Ó. (2014). Natural near field sinks of hydrogen sulfide from two geothermal power plants in Iceland. Atmospheric Environment, 96, 236-244.
- ↑ Andradóttir, H.Ó., Ólafsdóttir, S., og Garðarsson, S.M. (2010). Lárétt dreifing gosstróka Eyjafjallajökuls metin út frá gervihnattamyndum, Árbók Verkfræðingafélags Íslands, 239-248.
- ↑ Andrými ráðgjöf. Sköpum sjálfbært samfélag. Dr. Sjólaug Ólafsdóttir sjálfbærniráðgjafi. Sótt 2. september 2019.
- ↑ Andradóttir, H.Ó. og Thorsteinsson, T. (2019). Repeated extreme particulate matter episodes due to fireworks in Iceland and stakeholders’ response, Journal of Cleaner Production, 236, 117511.
- ↑ Hrund Ó. Andradóttir og Þröstur Þorsteinsson (2017). „Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2017. Sótt 12. júní 2019.
- ↑ Hrund Ó. Andradóttir (4. Janúar 2018). Metmengun þrátt fyrir aðvaranir – hvað nú?. Fréttablaðið. Bls. 24.
- ↑ Baldur Guðmundsson (17. september 2018). Evrópumet í mengun kallar á hertar reglur um flugelda. Fréttablaðið.
- ↑ Arnhildur Hálfdánardóttir (22. September 2018). Vilja banna almenna notkun flugelda. Rúv.
- ↑ Lovísa Arnardóttir (23. september 2018). Stundargaman á kostnað heilsu: Vilja takmarka flugeldanotkun. Fréttablaðið.
- ↑ Háskóli Íslands (25. september 2018). Tímabært að huga að aðgerðum gegn flugeldamengun.
- ↑ Gunnar Gudmundsson, Hrund Ó. Andradóttir, Þröstur Þorsteinsson (2018). Mengun af völdum flugelda og áhrif a lungnaheilsu Íslendinga. Læknablaðið, 104(12), 576 – 577.
- ↑ Lovísa Arnardóttir (27. desember 2018). Flýja inn með sviða í augum vegna mengunar um áramót. Fréttablaðið.
- ↑ Hrund Ó. Andradóttir og Þröstur Þorsteinsson (2. Janúar 2019). Höldum íbúahverfunum hreinum. Fréttablaðið.
- ↑ Sveinn Arnarsson (2. Apríl 2018). Sótmengunin hér er eins og í Rotterdam. Visir.is.
- ↑ Mbl.is. (2012, 15. nóvember). Hrund Ólöf Andradóttir. Sótt 2. september 2019.