Hraunketill
Hraunketill er gíglaga jarðfall í hrauni, en má ekki rugla saman við gíg. Hraunkatlar standa ekki í sambandi við innri hluta jarðar, en hafa, undir sérstökum kringumstæðum, myndast á hraununum sjálfum, og hafa hita og afl eingöngu úr þeim. Þar sem mikið hraun rennur út í mýri eða vatn sýgur hraunið í sig svo mikla vatnsgufu að þar verða gufusprengingar, líkt og þar sé að gjósa. Þegar hraunið kólnar verða eftir í því hópar af rauðum gjallhrúgum og svörtum hraunkötlum. Dæmi um hraunketil er til dæmis Tintron, fyrir norðan Barmaskarð.