Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir (fædd 1946) er íslenskur myndlistamaður sem fæddist að Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð og ólst þar upp. Mestan hluta ævinnar bjó hún í Reykjavík en býr nú bæði í Garðabæ og á Sámsstaðabakka.[1]
Myndir Hrafnhildar lýsa skýjafari, veðurfari og sjólagi. Hún notar eingöngu olíumálningu í verk sín.[2] Heimaslóðir hennar í Fljótshlíðinni veita henni mikinn innblástur en Hrafnhildur er mikið náttúrubarn eins og myndverk hennar sýna og oft málar hún verkin út frá broti minningar frá ferðum hennar um Ísland.[3] Vatn kemur fram á flestum myndum hennar, til dæmis sem foss, lækur, gjá eða kviksyndi. Oft á myndum hennar læðist lítið ljósbrot í gegnum drungalegt veðurfarið og það má túlka á ýmsa vegu.[4]
Nám
breytaHrafnhildur stundaði myndlistarnám við Myndlistarskóla Reykjavíkur 1978 og 1979 og Listaháskóla Íslands 1980 – 1984 og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Árin 1999 – 2000 bætti hún við sig námi í olíumálun í Myndlistarskóla Kópavogs.[5]
Ferill
breytaí fimmtán ár rak Hrafnhildur eigin auglýsingastofu en nú starfar hún aðeins sem listamaður. Hún hefur meðal annars haldið tíu einkasýningar, þar á meðal í Hafnarborg árið 2007, Artótekinu 2012 og tekið þátt í samsýningum um nokkurra ára bil eða samtals sjö enn sem komið er, bæði á Íslandi og erlendis.[6] Meðal samsýninga sem hún hefur tekið þátt í er í Grósku þar sem þemað var bernskan. Verk Hrafnhildar þar hét Þriggja vikna og er af Fimmvörðuhálsgosinu sem náði því að verða þriggja vikna.[7] Ein af einkasýningum Hrafnhildar hét Hvar áttu heima? og var haldin í Gallerí Fold. Nafnagiftin varð til vegna ófárra ferða hennar milli Fljótshlíða og Garðabæjar en stundum vissi Hrafnhildur hreinlega ekki á hvorum staðnum hún væri. Þema þessarar sýningar var eins og undanfarin ár, íslenskt veðurfar, skýjafar, eldgos og sjólag.[8]
Árið 2007 var hún valin Listamaður mánaðarins í Gallerí Lind og sýningar á Hótel Rangá árin 2003 og 2007.[9] Árið 2011 komst Hrafnhildur í 32 manna úrslit í málverkasamkeppni Saatchonline en samkeppnin fólst í því að notendur vefjarins völdu milli tveggja listmálara sem stillt voru upp á móti hvor öðrum. Verk Hrafnhildar í keppninni kallast Skýjatjald.[10]
Hrafnhildur er meðlimur í SÍM – sambandi íslenskra myndlistarmanna, Grósku, Félagi myndlistarmanna í Garðabæ og Álftanesi, SÁM og sat í stjórn FÍT, félagi íslenskra teiknara.[11] Árið 2004 dvaldi hún í listamannaíbúð Skandinaviska Foreningen í Róm en hún hefur einnig dvalið í lista- og fræðimannsíbúðinni á Skriðuklaustri nokkrum sinnum.[12]
Einkasýningar
breyta- 2012 – Sjólag í Artóteki
- 2011 – Ágjöf í Einarsstofu Vestmannaeyjum
- 2011 – Hvarvetna í Ketilhúsinu á Akureyri
- 2011 – Straumar í Gallerí Fold
- 2010 – Hvar áttu heima ? – Gallerí Fold
- 2008 – Landsmót – Gallerí Ormur
- 2008 - Í forsal vinda – Start Art
- 2007 – Landsýn – Skriðuklaustur
- 2007 – Landbrot – Hafnarborg
- 2005 – Landshorn – Ketilhúsið Akureyri
- 2004 – Útsuður – Gallerí Ormur
- 2004 – Utanskerja – Hús málaranna
- 2003 – Hótel Rangá
- 2002 – Fyrstu leitir – Gallerí Skúlagata
Tilvísanir
breyta- ↑ „Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir“.
- ↑ „Hrafnhildur Inga Sigurdardottir“.
- ↑ „Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir“.
- ↑ „Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir“.
- ↑ „Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir“.
- ↑ „Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir“.
- ↑ „Samsýning með Grósku í Garðabæ“.
- ↑ „Hvar áttu heima? – Sýning í Gallerí Fold“.
- ↑ „Um Hrafnhildi Ingu Sigurðardóttir“.
- ↑ „Hrafnhildur Inga keppir á Saatchi vefnum“.
- ↑ „Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir“.
- ↑ „Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir“.
Heimildir
breyta- http://www.artotek.is/artotek/Listamadur/1899[óvirkur tengill]
- http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/389 Geymt 17 nóvember 2015 í Wayback Machine
- http://hrafnhilduringa.com/is/ Geymt 3 janúar 2013 í Wayback Machine
- http://www.gallerilist.is/index.php?option=com_content&view=article&id=81:hrafnhildur-inga-sigureardottir&catid=2:listamenn&Itemid=3
- http://fineartamerica.com/profiles/hrafnhildur-inga-sigurdardottir.html
- http://www.art-iceland.com/hrafnhildur-inga-isl.html
- http://hringa.blog.is/blog/hringa/entry/870658/%7Cárskoðað=2009
- http://www.sunnlenska.is/menning/5584.html%7Cmánuðurskoðað=11.01.%7Cárskoðað=2011[óvirkur tengill]
- http://www.myndlist.is/AboutArtist.aspx?ArtistID=30 Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine