Hornið (veitingastaður)

Hornið er íslenskur veitingastaður á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis í Reykjavík. Veitingastaðurinn var stofnaður árið 1979 og hefur verið starfræktur allar götur síðan. Hornið var einna fyrstur veitingastaða á Íslandi til að framreiða pitsur. Stofnendur og eigendur Hornsins eru þeir Guðni Erlendsson, kaupmaður, og Jakob H. Magnússon, matreiðslumaður.

Annað

breyta
  • Fyrsti íslenski veitingastaðurinn sem bauð að staðaldri upp á pitsu var líklega SmárakaffiLaugaveg 178. Líklega hófst það árið 1971. [1] Smárakaffi breytti um eigendur 1971 eða 1972 og varð þá Halti haninn. Þeir héldu uppi merkjum Smárakaffi og buðu upp á pitsur að staðaldri frá árinu 1972 eða 1973. [2] [3]

Tilvísanir

breyta
  1. Pizza pie; auglýsing í Vísi 1971
  2. Í heilt ár; auglýsing í Tímanum 1973
  3. Pizzastöðum fjölgar; grein í Morgunblaðinu 1988

Tenglar

breyta
   Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.