Hong Kong-dalur

Hong Kong-dalur (merki: HK$; kóði: HKD) er opinber gjaldmiðill í Hong Kong. Einn dalur skiptist í 100 sent. Gjaldeyrisráð Hong Kong hefur umsjón með gjaldmiðlinum og er í reynd seðlabanki fyrir Hong Kong.

Bankar sem hafa leyfi gjaldeyrisráðsins mega gefa út sína eigin seðla til almennra nota í Hong Kong. Bankarnir þrír, HSBC, Bank of China (Hong Kong) og Standard Chartered Hong Kong gefa út seðla með eigin hönnun með upphæðunum HK$20, HK$50, HK$100, HK$500 og HK$1000 þar sem seðlar með sömu upphæð líkjast hver öðrum. 10 dala seðlar og mynt er aðeins gefin út af stjórnvöldum Hong Kong.

Í apríl 2016 var Hong Kong-dalur 13. mest notaði gjaldmiðill heims í gjaldeyrisviðskiptum. Dalurinn er líka notaður í Maká samhliða Makápatökum. Lengst af hefur Hong Kong-dalur verið bundinn silfurfæti eða sterlingspundi. Frá 1983 hefur dalurinn verið bundinn við Bandaríkjadal með vikmörkum.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.