Homogenic

Homogenic, gefin út í september 1997 af útgáfufyritækinu One Little Indian, er plata með söngkonunni Björk. Söngkonan sá sjálf um að hljóðblanda plötuna ásamt Howie B og Mark Bell. Platan hlaut nánast einróma lof gagnrýnanda sem hrifust mjög af notkun strengja ásamt rafrænni tónlist.

Homogenic
Gerð Breiðskífa
Flytjandi Björk Guðmundsdóttir
Gefin út 23. september 1997
Tekin upp El Cortijo Studios, Spánn
Ágúst 1996 - Ágúst 1997
Tónlistarstefna Popptónlist
Lengd 43:58
Útgáfufyrirtæki One Little Indian
Upptökustjórn Björk Guðmundsdóttir
Howie B
Mark Bell
Gagnrýni

Tímaröð
Telegram
(1997)
Homogenic
(1997)
Selmasongs
(2000)

Árið 2009 var Homogenic valin í 44. sæti yfir 100 bestu plötur Íslandssögunnar af notendum vefjarins Tónlist.is.

LögBreyta

Öll lögin eru eftir Björk, nema annað sé tekið fram.

 1. Hunter“ - 4:15
 2. Jóga“ (Björk/Sjón) - 5:05
 3. „Unravel“ (Björk/Guy Sigsworth) - 3:17
 4. Bachelorette“ (Björk/Sjón) - 5:16
 5. „All Neon Like“ - 5:53
 6. „5 Years“ - 4:29
 7. „Immature“ - 3:06
 8. Alarm Call“ - 4:19
 9. „Pluto“ (Björk/Mark Bell) - 3:19
 10. All is Full of Love“ - 4:32

SmáskífurBreyta

 • „Jóga“
 • „Bachelorette“ UK #21
 • „Hunter“ UK #44
 • „Alarm Call“ UK #33
 • „All is Full of Love“ UK #24, US Dance #8