Hljómsveit Ingimars Eydal - Lög úr Mary Poppins

Helena og Þorvaldur er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1968. Á henni flytja Helena og Þorvaldur með hljómsveit Ingimars Eydal sex lög úr Mary Poppins. Forsíðumynd tók Ljósmyndastofa Páls, Akureyri.

Lög úr Mary Poppins
Bakhlið
SG - 527
FlytjandiHelena og Þorvaldur
Gefin út1968
StefnaKvikmyndatónlist
ÚtgefandiSG - hljómplötur


Lagalisti

breyta
  1. Starfið er leikur - Lag - texti: R. og R. Sherman - Baldur Pálmason Hljóðdæmi
  2. Töfraorðið - Lag - texti: R. og R. Sherman - Baldur Pálmason
  3. Fuglagrjón - Lag - texti: R. og R. Sherman - Baldur Pálmason
  4. Sótarasöngur - Lag - texti: R. og R. Sherman - Baldur Pálmason
  5. Á góðviðrisdegi - Lag - texti: R. og R. Sherman - Baldur Pálmason
  6. Flugdrekinn - Lag - texti: R. og R. Sherman - Baldur Pálmason

Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Lögin úr hinni vinsælu kvikmynd Mary Poppins hafa hlotið slíkar vinsældir hjá ungum sem öldnum að einstakt má telja. Sex þessara laga hafa verið valin á þessa hljómplötu og eru þau flutt hér með íslenzkum textum í vandaðri þýðingu Baldurs Pálmasonar. Hinir kunnu söngvarar Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson syngja lögin með undirleik hljómsveitar Ingimars Eydal, en Ingimar hefur jafnframt útsett tónlistina. Þó að þetta eigi fyrst og fremst að vera hljómplata fyrir börn, þá mun sennilega fara eins með plötuna og kvikmyndina Mary Poppins, að hinir fullorðnu munu engu að síður taka ástfóstri við hana.