Blóðrásarkerfið

(Endurbeint frá Hjarta- og æðakerfið)

Blóðrásarkerfið eða hjarta og æðakerfið er kerfi þar sem blóðið ferðast um æðar líkamans í hringrás. Blóðrásarkerfið sér um það að flytja súrefni og næringarefni til frumnanna og taka úrgangsefni frá frumunum. Hjartað er miðstöð blóðrásarkerfisins og sér um það að dæla blóðinu út til líkamans með slagæðum, þær heita ósæð og lungnaslagæð. [1]Einnig eru kransæðar, stundum kallaðar hjartahimnuslagæðar sem er kvíslast út frá ósæðinni og nærir hjartavöðvafrumurnar af næringu og súrefni.[2] Þegar slagæðar greinast í smærri þynnri æðar því lengra sem þær fjarlægjast hjartað kallast þær ]]háræðar]].[1] Næringarefnin og súrefnið berst til frumnanna í gegnum örþunna veggi háræðanna og þar tekur blóðið einnig við úrgangsefnunum frá frumunum. Þegar blóðið er komið með úrgangsefnin fara æðarnar smám saman að stækka og Það eru tvær bláæðar, þær heita efri og neðri holæð sem flytur súrefnissnautt blóð aftur til hjartans.[3] Þetta ferli er kallað stóra hringrásin.[1] Hjartað sendir svo súrefnissnauða blóðið áfram til lungnanna með lungnaslagæðinni og þarna í lungunum utan um lungnablöðrunum eru fínar þunnar háræðar til að taka á móti súrefninu sem bindist rauða blóðkorninu. Þarna losar líka blóðið sig við koltvíoxíð sem andað er frá í útöndun. Þessar háræðar í lungunum stækka á leið sinni til hjartans og sú æð kallast lungnabláæð. Þar er súrefnisríkt blóð á leiðinni í vinstri helming hjartans til að vera dælt aftur til líkamans. Þetta ferli er kallað litla hringrásin þegar blóðið er á leið sinni til lungnanna.

Blóðrásarkerfi mannsins.

Í stóru hringrásinni þá berst blóðið til allra líffæra.[1] Til dæmis í smáþörmunum þar á sér stað næringarefna upptök í þarmatotunum sem fara svo til frumnanna, Í lifrinni eru sum næringarefnin tekin upp og geymd einnig eru skaðleg efni gerð skaðlaus. Nýrun er hreinsistöð blóðrásarkerfisins taka úrgangsefnin sem frumurnar skiluðu frá sér, það er losað við þessi úrgangsefni út úr líkamanum með þvagi. Líkaminn stýrir blóðstreyminu eftir þörfum það er að segja eins og þegar borða' er þá fer meira blóð til smáþarmana til að sækja næringarefni.

Blóðþrýstingur

breyta

Blóðið streymir eftir blóðrásarkerfinu út af þrýstingi.[1] Þessi þrýstingur kallast blóðþrýstingur hann ræðst af því hversu hratt hjartað slær, hversu miklu blóði er dælt út í hverju slagi og af viðnáminu í æðum líkamans. Blóðþrýstingurinn er mestur í ósæðinni svo minnkar hann þeim mun fjær hjartanu og minni æðarnar eru. Minnsti blóðþrýstingurinn er í bláæðunum. Líkaminn stjórnar blóðþrýstingnum sjálfkrafa það er að segja ef blóðþrýstingurinn er of lágur þá nema sérstakir þrýstinemar í æðunum og þá berast boð til heilans sem segir að það þurfi að örva hjartsláttinn og veldur samdrætti í æðunum. Þá hækkar blóðþrýstingurinn. Vöðvar líkamans aðstoða við að koma blóðinu til baka frá bláæðunum í fótleggjunum og við það ýtist blóðið upp á við. Bláæðarnar hafa svo kallaðar æðalokur til að koma í veg fyrir það að blóðið renni til baka í öfuga átt.

Blóðið

breyta

Í líkamanum er um það bil fjórir til sex lítrar af blóði og er að renna í gegnum blóðrásakerfið allar stundir alla daga þar til við látum lífið.[1] Blóðið saman stendur af blóðvökva og blóðfrumum. Blóðvökvinn er seigfljótandi, tiltölulega litlaus og að mestu leyti úr vatni en inniheldur steinefni, hormón, prótín og sykrur. Blóðfrumurnar eru af mismunandi tegundum það er að segja rauð blóðkorn, blóðflögur og hvít blóðkorn. Á hverri sekúndu myndast milljónir nýrra blóðfrumna. Allar tegundir blóðfrumna verða til í rauða beinmergnum og koma af blóðstofnfrumum.

Hvítkornin sérhæfa sig til þess að sinna mismunandi störfum í ónæmisvörnum líkamans.[1] Þetta eru varnarfrumur til dæmis T-frumur, B-frumur og átfrumur sem starfa saman við niðurlögum baktería og veira. Hvítkornin eru minnugar frumur, ef það kemur til að það sé veira sem ræðst á ónæmiskerfið, þá fara varnarfrumurnar að ráðast á veiruna. Þegar þær eru búnar að stöðva sýkinguna þá geyma þær erfðaefni veirunnar og mynda mótefni ef sama veira kemur aftur þá er ónæmiskerfið tilbúið að takast á við hana og þá hraðar í seinna skiptið. Rauðkornin eru þunnar og kringlóttar frumur, þynnstar í miðjunni. Í rauðkornunum er prótín sem kallast hemoglóbín eða blóðrauði sem getur bundið súrefni og flutt það um líkamann, í blóðrauðanum er járn.[4] Þess vegna þarf líkaminn á svolitlu járni að halda til þess að viðhalda eðlilegum flutning súrefnis í blóðinu. Blóðflögur sjá til þess að græða sár ef við til dæmis skerum okkur þá opnast æð og það fer að blæða[1]. Æðin dregst sjálfkrafa saman, blæðingin minnkar og örsmáum blóðflögum sem festast saman og stöðva lekann. Það myndast fíngert net úr fíbríni sem er í blóðvökvanum. Rauðkornin festast í netinu, storknar þá blóðið og hættir þá að blæða.

Sjúkdómar í blóðrásarkerfinu

breyta

Háþrýstingur er algengur kvilli í fullorðnu fólki sem hægt er að greina með því að mæla blóðþrýsting.[1] Háþrýstingur getur skemmt æðarnar og hjartað. Hægt er að halda honum niðri við lyfjagjöf. Lágur blóðþrýstingur getur valdið svima og yfirlið og það stafar af því að heilinn fær of lítið blóð. Æðakölkun lýsir sér með því að fita og kalk sest inn á veggi æðanna svo að þær verða þröngar og missa teygjanleikann sinn. Tóbaksreykingar, háþrýstingur og mikil blóðfita ýta undir æðakölkun. Kölkun í kransæðum er algengara í eldra fólki, þá fær hjartavöðvinn of lítið súrefni ef það gerist þá fylgir oft sár verkur fyrir brjósti. Þetta kallast hjartakveisa. Æðakölkun eykur einnig hættuna á að blóðtappar myndast, þeir geta stíflað æðarnar. Ef ein eða fleiri kransæð stíflast fær fólk hjartaáfall. Þetta getur valdið því að hluti hjartans skemmist vegna súrefnisskorts. Heilablóðfall er svo þegar blóðtappi stíflar æð í heila. Heilablæðing stafar af því að æð opnast í heilanum og veldur blæðingu inn í vefina umhverfis.

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 1,8 Susanne Fabricus, Frederik Holm, Ralph Martenson, Annika Nilsson og Anders Nystrand. (2017). Mannslíkaminn – Litróf náttúrunnar. Menntamálastofnun. Sótt af https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/mannslikaminn/46/.
  2. Þuríður Þorbjarnardóttir (janúar 2013). „Hvað eru kransæðar ?“. Vísindavefurinn. Sótt apríl 2021.
  3. Þuríður Þorbjarnardóttir (október 2002). „Hvernig er hringrás blóðsins“. Vísindavefurinn. Sótt apríl 2021.
  4. Þórdís Kristinsdóttir (janúar 2013). „Fyrir hvað stendur Hgb í skírteini blóðgjafa og hvaða gildi er æskilegt að hafa þar?“. Vísindavefurinn. Sótt apríl 2021.