Hjördis Petterson

sænsk leikkona

Hjördis Olga Maria Pettersson (fædd 17. október 1908 í Visby á Gotlandi, látin 27. maí 1988 i Stokkhólmi) var sænsk leikkona sem lék í meira en 140 kvikmyndum.

Petterson lærði við Dramaten-leiklistarskólann frá 1927 til 1930. Hún kom fyrst fram opinberlega árið 1930 í Folkteatern í Gautaborg í farsanum Gröna Hissen. Hún lék einnig við Göteborgs Stadsteater en sneri svo aftur að Dramaten og vann þar í lotum fram til 1985. Hún lék stór hlutverk í Gösta Berlings saga (1936), Túskildingsóperunni (1969) og Spöksonaten (1973). Þá kenndi hún einnig við Dramaten.

Tengill breyta

   Þessi leikaragrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.