Hjálparsögn

hugtak í málfræði þ.s. sagnorð er notað til að lýsa aðalsögn setningar
(Endurbeint frá Hjálparsagnorð)

Hjálparsögn eða hjálparsagnorð er hugtak í málfræði sem notar er til að lýsa sögnum. Ef tvær sagnir standa saman í setningu og mynda heild þá er önnur sögnin kölluð aðalsögn en hin hjálparsögn.

Hlutverk hjálparsagna

breyta

Hjálparsagnir eins og nafnið gefur til kynna, hjálpa aðalsögninni að útskýra eitthvað; eins og til dæmis tíma. Hjálparsagnir geta aldrei staðið einar án aðalsagnar. Hjálparsagnir þurfa ekki alltaf að standa við hlið aðalsagna og oft er fleiri en ein hjálparsögn notuð.

Hjálparsagnir bera ekki sjálfstæða merkingu. Nokkrar algengar íslenskar hjálparsagnir eru; hafa, vera, verða og munu.

Í eftirfarandi dæmum eru feitletruðu sagnirnar hjálparsagnir;

  • Maðurinn er farinn.
  • Hefur maðurinn farið?
  • Ég vil verða kennari.
  • Hann mun vera sætur.
  • Hann er líklega farinn.

Óeiginlegar hjálparsagnir

breyta

Óeiginlegar hjálparsagnir eru lítið notaðar nútildags, en þær voru fyrrum notaðar til þess að mynda samsetta nútíð eða þátíð. Við það missa þær venjulega merkingu sína. Algengt var að hafa óeiginlegar hjálparsagnir í gömlum kveðskap, og eimdi lengi eftir af því. Taldist stundum tækilegur kostur að grípa til þeirra ef rím eða hrynjandi þótti krefjast þess. Vinna, ráða, nema og gera voru tíðar sem óeiginlegar hjálparsagnir.

  • Dæmi:
Ég veit
eina baugalínu
af henni tendrast vann... (Stefán Ólafsson)
Tendrast vann = tendraðist.
  • Dæmi:
Efalaust sá öðlingsmann
árið það nam deyja.
Kunnu margir kenna þann
Kaupmann Vestmannaeyja. (Una Jónsdóttir)
Nam deyja = dó; kunnu kenna = kenndu (þekktu).
  • Dæmi:
Þetta, sem helst nú varast vann
varð þó að koma yfir hann. (Hallgrímur Pétursson)
Varast vann = varaðist.

Tengt efni

breyta
   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.