Hinsegin dagar
Hinsegin dagar (enska: Reykjavik Pride) er hinsegin menningar-, mannréttinda- og margbreytileikahátíð sem haldin hefur verið í Reykjavík árlega frá árinu 1999.
Hinsegin dagar í Reykjavík | |
Stofnað | 28. júní 1999 |
Forseti | Helga Haraldsdóttir |
Netfang | pride@hinsegindagar.is |
Vefsíða | www.hinsegindagar.is |
Sagan
breytaFyrstu hinsegin hátíðahöldin í Reykjavík, Hinsegin helgi, voru haldin árið 1999 með dagskrá á Ingólfstorgi, af Samtökunum '78. Þangað komu um 1.500 gestir til að minnast uppreisnarinnar á Stonewall 30 árum áður.[1] Heimir Már Pétursson hafði síðan forgöngu um að ári síðar í ágúst 2000 var farið í fyrstu Pride Parade gönguna í Reykjavík, sem hlaut hið íslenska nafn gleðiganga og var hluti af þriggja daga hátíðarhöldum Hinsegin daga í Reykjavík. Hinsegin dagar höfðu þá verið stofnaðir sem sjálfstætt óháð félag undir forystu Heimis og Þorvaldar Kristinssonar. Áður höfðu þó verið farnar göngur í Reykjavík þar sem krafist var janfréttis, svokallaðar frelsisgöngur hommar og lesbía árin 1993 og 1994.[2] Hin fyrsta gleðiganga í Reykjavík gekk vonum framar en Heimir og Þorvaldur hafa lýst því í viðtölum að allt að 12.000 gestir hafi þá mætt í miðborgina.[3] Frá þeim tíma hafa Hinsegin dagar í Reykjavík verið haldnir árlega í borginni, dagskrá hátíðarinnar lengst og viðburðum fjölgað en Hinsegin dagar eru í dag stærsta árlega hátíð landsins en um og yfir 100.000 gestir[4] hafa sótt miðborgina á undanförnum árum þegar gleðigangan fer fram og Hinsegin dagar ná hámarki.
Forsvarsfólk Hinsegin daga í Reykjavík
breyta- Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga frá árinu 2023[5]
- Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga 2021-2023
- Ásgeir Helgi Magnússon, formaður Hinsegin daga 2020-2021
- Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga 2020
- Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga 2018-2020
- Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga 2012-2018
- Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Hinsegin daga 1999-2011
- Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga 1999-2012
Dagsetningar
breytaNæsta hátíð
breyta- 6-11. ágúst 2024[6]
Fyrri hátíðir
breyta- 8-13. ágúst 2023
- 2-7. ágúst 2022
- 3-8. ágúst 2021 (hluti dagskrár féll niður vegna heimsfaraldurs Covid-19, þ.m.t. Gleðiganga Hinsegin daga)
- 2-9. ágúst 2020 (dagskrá féll að miklu leyti niður vegna heimsfaraldurs Covid-19)
- 8-17. ágúst 2019 (20 ára afmælishátíð)
- 7-12. ágúst 2018
- 8-13. ágúst 2017
- 9-14. ágúst 2016
- 4-9. ágúst 2015
- 5-10. ágúst 2014
- 6-11. ágúst 2013
- 7-12. ágúst 2012
- 4-7. ágúst 2011
- 5-8. ágúst 2010
- 6-9. ágúst 2009
- 6-10. ágúst 2008
- 9-12. ágúst 2007
- 10-13. ágúst 2006
- 4-7. ágúst 2005
- 6-7. ágúst 2004
- 8-9. ágúst 2003
- 9-10. ágúst 2002
- 10-11. ágúst 2001
- 11-12. ágúst 2000
- 24-27. júní 1999
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Velkomin á Hinsegin daga 2019“. Hinsegin dagar - Reykjavik Pride. Sótt 8. apríl 2019.
- ↑ „Um Hinsegin daga“. Hinsegin dagar - Reykjavik Pride. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. apríl 2019. Sótt 8. apríl 2019.
- ↑ „"Þetta er okkar hjartansmál"“. Hinsegin dagar - Reykjavik Pride. Sótt 12. febrúar 2029.
- ↑ „Metþátttaka í gleðigöngunni í ár“. www.mbl.is. Sótt 8. apríl 2019.
- ↑ Vefstjóri (24. nóvember 2023). „Helga kjörin formaður - Hinsegin dagar“. Sótt 17. febrúar 2024.
- ↑ „Hinsegin dagar - Menning, mannréttindi og margbreytileiki!“. Sótt 17. febrúar 2024.