Hinrik fuglari (876-936) var hertoginn af Saxlandi 912 til 936 og Konungur Þýskalands 919 og til dauðadags. Hinrik tilheyrði Ottóaættinni en karleggur hennar réði ríkjum í Þýskalandi 919-1024. Miðað er við að Þýskaland miðaldanna hafi verið stofnað á grunni Austurfrankaríkisins á valdatíð Hinriks fuglara. Hinrik var mikill veiðimaður og hlaut viðurnefnið fuglari því sagt er að hann hafi verið að gera að fuglaveiðinetum þegar sendiboðar tilkynntu honum um að hann yrði konungur.

Innsigli Hinriks fuglara á skjali frá því 30. mars 925.


Heimild

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.