Heyrnarleysi

(Endurbeint frá Heyrnarlaus)

Heyrnarleysi er fötlun þar sem viðkomandi getur ekki heyrt. Skylt hugtak er heyrnarskerðing þar sem geta að einhverju leyti heyrt, en illa þó. Heyrnarleysi og heyrnarskerðing er skilgreind út frá mælingum sem segja til um hversu illa viðkomandi heyrir. Einstaklingur er greindur heyrnarskertur ef heyrn hans er á bilinu 41 – 85 desibel. Slík skerðing hefur í för með sér að einstaklingurinn á erfitt með að skilja talmál, en getur nýtt sér heyrnartæki. Heyrnarlaus einstaklingur heyrir nánast ekki neitt. Heyrn hans er á bilinu 85 –100 desibel. Hann getur ekki skilið talað mál, þó svo hann noti heyrnartæki. Hann þarf því að nota táknmál í samskiptum sínum.

Alþjóðlegt tákn fyrir heyrnarleysi.

Sú hugmynd að heyrnarlausir séu ekki fatlaðir heldur tilheyri fyrst og fremst málminnihlutahópi nýtur vaxandi fylgis í vestræna heiminum. Tvennt aðskilur heyrnarlausa sem málminnihlutahóp frá öðrum málminnihlutahópum. Annars vegar fá heyrnarlausir aðgang að máli sínu og menningu á mismunandi aldri, en það fer eftir því hvenær heyrnarleysið uppgötvast og hversu fljótt einstaklingurinn fer að læra táknmálið. Hins vegar tilheyra heyrnarlaus börn heyrandi foreldra öðrum menningarheimi en foreldrarnir.

Samfélag heyrnarlausra hefur vaxið upp af tengslum milli manna með sameiginlega reynslu sem felst ekki eingöngu í því að búa í hljóðum heimi, heldur talar það fólk táknmál og á sína sögu, menningu og listir.

Heyrnarleysi fellur undir 2. grein laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992 og njóti þeirra réttinda og verða að gegna þeim skyldum sem lög þau kveða á um.

Heyrnarskerðing

breyta

Heyrnarskerðing er þegar geta manns til þess að heyra, þ.e. nema og greina hljóðáreiti, minnkar eða hverfur að öllu leyti. Ýmsar orsakir geta verið fyrir heyrnarskerðingu, allt frá líffræðilegum orsökum til umhverfisorsaka

Heimildir

breyta
  • Abercrombie, N., S.Hill og B.S.Turner (1994). The Penguin dictionary of sociology (3. útg.). London: Penguin.
  • Beynton, D. C. (1998). Forbidden signs. Chicago: University of Chicago.
  • „Definitions“. Sótt 28.apríl 2006.
  • „Culture“. Sótt 20.apríl 2006.
  • Garðar Gíslason (2000). Kenningar og samfélag. Reykjavík: Mál og menning.
  • „About hearingloss“. Sótt 20.mars 2006.
  • Geertz, C (1973). The interpretation of cultures. New York: Basic books.
  • Giddens, A (2001). Sociology (4. útg.). Cambridge: Polity Press.
  • Lane, H., R.Hoffmeister og B. Bahan (1996). A Journey into the deaf world. San Diego, California: DawnSignPress.
  • „Lög um málefni fatlaðra nr. 59/1992“. Sótt 15. mars 2006.
  • Noel, J. (2000). Developing multicultural educators. New York: Longman.
  • Padden, C. og T. Humphries (1989). Voices from a culture. London: Harvard University Press.
  • Robertson, I (1985). Félagsfræði. Reykjavík: Oddi hf.

Tenglar

breyta