Vörtubirki

(Endurbeint frá Hengibirki)

Vörtubirki eða hengibirki eða skógviður (fræðiheiti: Betula verrucosa eða Betula pendula) er hávaxið evrópskt birkitré með laufskrúði sem slútir niður svipað og á grátvíði. Það er náskylt Mansjúríubjörk (Betula platyphylla). Vörtubirki verður venjulega 15-25 metra hátt með granna krónu og sveigðar greinar með slútandi smágreinum. Börkurinn er hvítur með svörtum flekkjum neðst á stofninum.

Vörtubirki
Vörtubirki (Betula pendula) við Stokkhólmsháskóla.
Vörtubirki (Betula pendula) við Stokkhólmsháskóla.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Birki (Betula)
Undirættkvísl: Betula
Tegund:
B. pendula

Tvínefni
Betula pendula
Roth.
Hengibjörk í Kjarnaskógi. Tré ársins 2009

Vörtubirki hefur náð 15 metrum á Akureyri. [1]

Nytjar

breyta

Vörtubjörk er notuð í smíði og eldivið[2] á sama hátt og ilmbjörk. Einnig er litað úr henni (börkur og lauf)[3] og hægt er að blanda fræinu í brauð til bragðbætis.

Masúr

breyta
 
Sneið af masúr af vörtubirki

Vörtubirki er sú birkitegund sem oftast myndar svonefndan masúrvið, sem er erfðagalli sem lætur frumur og árhringi mynda óregluleg mynstur svo að það líkist logum eða bylgjum.[4]

Masúrmyndun er algengust í afbrigðinu Betula pendula var. carelica, þar sem masúrmyndun erfist í 60–70% af öllum afkvæmum.[5]

Einnig getur masúrviður myndast í ilmbjörk,[6] en hefur ekki fundist í öðrum birkitegundum. Masúr kemur fyrir í allnokkrum öðrum lauftrjám, svo sem: reyni, elri, ösp, álm og hlyn, og jafnvel í barrtrjám: fura, þinur og Sequoia sempervirens.


Sortir

breyta

Af hengibjörk eru nokkrar sortir. Nokkrar slíkar nefndar hér:

 
Afbrigðið 'Dalecarlica'
  • Dalabjörk (Betula pendula 'Dalecarlica')
  • (Betula pendula 'Laciniata')
 
Blöð afbrigðisins 'Lacinata'
  • (Betula pendula 'Crispa')
  • Grátbjörk (Betula pendula 'Tristis')
  • Hengibjörk (Betula pendula 'Youngii')
 
Afbrigðið 'Youngii'
  • Súlubjörk (Betula pendula 'Fastigiata')
  • Blóðbjörk (Betula pendula 'Purpurea')
  • Masúrbjörk (Betula pendula 'Carelica')

Sjá einnig

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Merk Tré Visit Akureyri. Skoðað 14. ágúst 2017.
  2. ”Handbok Överlevnad”. Svenska Armen, 1988
  3. "Spångmurs växtfärgning". Spangmurs.se. Lesið 18 febrúar 2013.
  4. "Masúrbjörk - Nytjar". Masurmannen.com. Lesið 18 febrúar 2013.
  5. Rannsóknardeild finnsku skögræktarinna 2007-06-10: Curly birch and its management in Finland (á ensku) Skoðað 2012-08-03
  6. The Wood Database: Masur Birch Geymt 3 ágúst 2016 í Wayback Machine Länkad 2012-08-03


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.