Heloise d'Argenteuil
Héloïse (um 1100/1101[1] – 16. maí 1163–64), ýmist nefnd Héloïse d'Argenteuil eða Héloïse du Paraclet,[2] var frönsk nunna, heimspekingur, rithöfundur, fræðimaður og abbadís.
Héloïse var þekkt bókmenntakona og heimspekingur ástar og vináttu, auk þess að verða hátt settur embættismaður innan kaþólsku kirkjunnar. Hún náði pólitísku valdi sem jafngilti nánast biskupsvaldi árið 1147 þegar hún hlaut stöðu hefðarklerks án umdæmis (praelatus nullius).[3][4]
Hún er þekktust fyrir ástarsamband sitt og bréfaskipti við helsta rökfræðing miðalda, guðfræðinginn Peter Abelard, sem varð samstarfsmaður hennar og eiginmaður. Hún gagnrýndi og hafði áhrif á verk hans, og varpaði fram mörgum áleitnum spurningum til hans, eins og þeim sem komu fram í bókinni Problemata Heloissae.[5]
Varðveitt bréf hennar eru talin ein af undirstöðum franskra og evrópskra bókmennta og innblástur fyrir hugmyndina um dyggðuga ást (amour courtois). Lærð, og stundum erótísk, skrif hennar eru latneskur áhrifavaldur bildungsroman-stefnunnar og eru, ásamt Historia Calamitatum eftir Abelard, fyrirmynd klassískra bréfabókmennta. Áhrifa hennar gætir í verkum rithöfunda á borð við Chrétien de Troyes, Geoffrey Chaucer, Madame de Lafayette, Thomas Aquinas, Choderlos de Laclos, Voltaire, Rousseau, Simone Weil og Dominique Aury.
Tilvísanir
breyta- ↑ Historia Calamitatum, í Betty Radice, þýð. The Letters of Abelard and Heloise (Penguin, 1974), p. 66
- ↑ Charrier, Charlotte. Heloise Dans L'histoire Et Dans la Legende. Librairie Ancienne Honore Champion Quai Malaquais, VI, Paris, 1933
- ↑ „A letter from Pope Eugene III to Heloise“. Afrit af uppruna á 23. júní 2019. Sótt 3. febrúar 2021.
- ↑ Herbermann, Charles, ed. (1913). Praelatus Nullius. Catholic Encyclopedia. New York: Robert Appleton Company.
- ↑ Du Paraclete, Heloise. „The Problems of Heloise – Problemata Heloissae“. Afrit af uppruna á 23. júní 2019. Sótt 24. janúar 2021.