Hekkenfeld

Hekkenfeld er íslensk hljómsveit sem hefur starfað í Kaupmannahöfn frá árinu 2000 og haldið nokkra tónleika þar. Hekkenfeld spilar kraftmikil rokklög undir áhrifum íslensku pönk- og rokkbylgjunnar sem reið yfir Ísland í byrjun níunda áratugarins og þyngri rokktónlistar síðari tíma. Hekkenfeld starfar með löngum hléum og kemur saman til að skemmta sjálfum sér og öllum þeim sem á vilja hlýða. Hljómsveitin gaf út geisladiskinn Umturnast árið 2005.