Heimilistæki eru vélar, oftast knúnar með rafmagni, sem eru algengar á heimilum fólks. Heimilistæki eru flest ætluð til notkunar við húsverk, svo sem við eldamennsku, þrif og þvotta, en stundum eru rafmagnstæki ætluð til afþreyingar líka kölluð „heimilistæki“, einkum þegar þau eru orðin svo algeng að þau eru komin „á hvert heimili“. Þannig er t.d. talað um þá breytingu sem varð þegar útvarpstæki hættu að vera fyrst og fremst tæki fyrir radíóamatöra og urðu heimilistæki. Þetta olli breytingum á tækinu sjálfu og sölu þess; í stað heyrnartóla kom hátalari, og í stað þess að vera selt ósamsett voru sett á markað tæki sem voru tilbúin úr kassanum.

Þvottavél frá 6. áratugnum.

Heimilistækjum er stundum skipt í hvítvöru (ísskápar, þvottavélar o.s.frv.) og brúnvöru (sjónvörp, geislaspilarar o.s.frv.) eftir því hvaða litur er eða hefur verið ráðandi í framleiðslu þeirra. Hvítvara á þannig oftast við stór heimilistæki sem ætluð eru til notkunar við húsverk en brúnvara á oftast við lítil heimilistæki sem ætluð eru til afþreyingar.

Tegundir

breyta

Eldamennska

Þrif

Afþreying

   Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.