Gæludýr
(Endurbeint frá Heimilisdýr)
Gæludýr er heimilisdýr sem haldið er fólki til félagsskapar og ánægju, öfugt við búfjárrækt, tilraunadýr, vinnudýr eða keppnisdýr, sem alin eru í hagnaðarskyni. Vinsælustu gæludýrin eru þau sem þekkt eru fyrir aðlaðandi útlit, hollustu eða fjörugan persónuleika sinn. Ættbók er einnig oft mikilvægur þáttur hjá fólki við val á gæludýri og tryggir að um hreinræktað afbrigði sé að ræða.
Helstu og vinsælustu gæludýrin eru til dæmis hundar, kettir, skrautfiskar, ýmsir fuglar eins og páfagaukar og finkur, einnig nagdýr eins og mýs, hamstrar, naggrísir og fleiri. Einnig þekkist að skriðdýr séu haldin sem gæludýr, meðal annars ýmiss konar snákar, skjaldbökur og eðlur.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Gæludýr.