Heilsuáhrifasjóðurinn

Heilsuáhrifasjóðurinn (enska: Health Impact Fund eða HIF) er tillaga að nýrri alþjóðastofnun sem hefði það hlutverka að leysa alvarleg vandamál varðandi aðgengi og þróun lyfja. Sjóðum er ætlað að skapa hvata fyrir lyfjafyrirtæki til að beina rannsóknum sinum í átt að lyfjum sem mynd stórlega minnka hnattræna sjúkdómsbyrgði (e. burden of disease). Sjóðurinn (HIF) var mótaður af hópi fræðimanna undir forystu heimspekingsins Thomas Pogge og hagfræðingsins Aidan Hollis. Það eru samtökin Incentives for Global Health sem standa að stofnun Heilsuáhrifasjóðsins.

Ástæðurnar fyrir stofnun HeilsuáhrifasjóðsinsBreyta

Tvíþætt vandamálBreyta

1: Í dag deyja milljónir manna, einkum í fátækustu löndum heims úr læknanlegum sjúkdómum vegna þess vegna það getur ekki efni á að kaupa lífsnauðsynleg lyf hás lyfjaverðs lyfja sem háð eru einkaleyfi.

2: Áherslan í lyfjaþróun í dag er á lyf gegn fátíðum, oft lífsstílstengdum sjúkdómum á Vesturlöndum, ekki þá sjúkdóma sem drepa eða hrjá flesta jarðarbúa, „fátæktarsjúkdóma“.

Ástæðan er sú að aðeins fólk á Vesturlöndum getur greitt það háa verði sem fyrirtækin þurfa (að eigin sögn) að fá fyrir ný lyf til að halda rannsóknum gangandi.

Alþjóðlegur hugverkaréttur vegna lyfja (TRIPS)Breyta

Eins og heimspekingurinn Peter Singer, einn þeirra sem komið hefur að þróun sjóðsins bendir á fara um það bil 90% þess fjár sem notað er til rannsókna til að skapa ný lyf beinist að sjúkdómum sem eru einkum vandamál hjá þeim 10% ríkustu íbúa jarðarinnar.[1]

Ástæðan fyrir þessu er hnattrænu hugverkaréttarreglurnar TRIPS Agreement on Trade-Related Aspects of Intellectual Property Rights sem samþykktar voru af Alþjóða viðskiptastofnuninni WTO 1995. Fyrir 1995 var ríkjum í sjálfsvald sett hvort þau innleiddu lög höfundarréttarreglur varðandi lyf sem leiddi til blómlegrar framleiðslu samheitalyfja. Eftir að TRIPS reglurnar tóku gildi þurftu meðlimimaríku WTO að innleiða ströng höfundarréttarlög um lyf og framboð samheitalyfja í þróunarlöndunum dróst harkalega saman. [2] Eins og Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz bendir á að það þurfi að finna leyð til þess að gera lyfjafyrirtækjum kleyft að ná til baka þeim kostnaði og hagnast á þróun lyfja og bóluefna við sjúkdómum á borð við malaríu, sem hrjá milljónir manna í fátækustu löndum heims.[3]

Fyrirkomulag sjóðsinsBreyta

Hugmyndin með sjóðnum er að skapa fjárhagslegan hvata fyrir lyfjafyrirtæki til að beina rannsóknum sínum í að þróa lyf við vanræktum sjúkdómum og að þessi lyf verði í boði á heimsvísu á lágu verði.[4] Heilsuáhrifasjóðnum myndi bjóða upp aðra leið meðfram núverandi kerfi svo að fátækasta fólk veralda verði ekki útunda. Hann gæti ef vel tekst til tekið við hlutverki ríkjandi verndarreglna eða í það minnsta sýnt fram á að hægt sé að tryggja rannsóknir með því að bjóða lyfjafyrirtækjum upp á aðra hvata.

Lyfjafyrirtækin fengju greitt út úr sjóðnum í samræmi við heilsuáhrif lyfjanna í tíu ár eftir að þau koma á markað. Upphæðin sem greidd er úr sjóðnum er reiknuð á hverju ári út frá QALY-staðlinum Quality-Adjusted Life Years, sem hefur verið notaður í Bandaríkjunum um árabil í tryggingakerfinu og víða í heilbrigðiskerfinu til að meta árangur meðferða og lyfja (svipaðir mælikvarðar eru í notkun víða um heim). Þeir sem skrá lyf hjá sjóðnum fá á hverju ári fá greiddan hluta af heildarupphæð ársins í samræmi við hvað þau hafa náð mörgum UALY stigum í samanburði við hina. Að þessum tíma liðnum leyfa þau framleiðslu samheitalyfja án rentu.

Með þessu hyggst sjóðurinn ná fram lægra lyfjaverði strax og lyf koma á markað. Með skráningu féllust lyfjafyrirtækin á að selja lyfin á eðlilegu verði, þ.e. framleiðslukostnað og eðlilega álagningu, í stað þess að selja þau undir einkaleyfi.[5]

Fjármögnun sjóðsinsBreyta

Áætlað er að sjóðurinn þurfi að hafa um sex milljarðar dollara úr að spila á hverju ári. Ekki er hægt að treysta á að slíkt fjármagn fáist með frjálsum framlögum og jafnvel þó það tækist í byrjun er engin trygging fyrir því að það haldist þegar fram líða stundir. Vegna umfangs sjóðsins verða ríki heims borgi brúsann. Þau þyrftu að skuldbinda sig til að leggja sjóðnum til 0,03% af þjóðarframleiðslu sinni á ári í tólf ár. Ekki er hægt að neyða ríki til að taka þessa skuldbindingu á sig.

Nái sjóðurinn þessu 6 billjóna takmarki telur hann sig geta stuðlað að tveim nýjum lyfjum á ári hverju og haldið utan um 20 lyf á hverjum tíma[6]. Ríkistjórnir þyrftu að skuldbinda sig til 12 ára í senn til að tryggja stöðugleika í fjárstreymi svo rannsóknaraðillar geti treyst á sjóðinn til framtíðar[7] annars er líklegt að þeir þori ekki öðru en að nýta sér einkaleyfið.

MóttökurBreyta

GagnrýniBreyta

Margir hafa dregið í efa að sjóðurinn geti gengið upp eða sé góð hugmynd. Meðal þess sem nefnt hefur verið er sjóðurinn gangi ekki nógu langt í að skapa samheitalyfja framleiðendum möguleika á að koma fyrr inn á markaðinn. Brook K. Baker ritar á vef HealthGAP að flest lyf njóta í raun ekki nema tíu til tólf ára einkaleyfisverndar þegar þau koma á markað, þar sem ekki er óalgengt að það taki átta til tíu ár að þróa og prófa lyfin. Þó vissulega auðveldi sjóðurinn fátækum að fá lyf er fórnarkostnaðurinn að þegar samheitalyfja fyrirtækin geta loksins hafi framleiðslu á lyfjunum verður frumlyfið búið að koma sér fyrir á markaðnum á lágu verði með tryggan hóp neytanda með lyfseðla uppá það tiltekna lyf. Þannig verði afar erfitt fyrir samheitalyfjafyrirtækin að keppa við risana með frumlyfin og hættan er að þetta leiði á endanum til einokunar eða skertrar samkeppni.

Baker segir það óskýrt hvernig eigi að verðleggja lyfin og fylgja eftir verðstýringunni. Annað áhyggjuefni margra er að sjóðurinn sé hreinlega of lítill. Það geti haft tvennt í for með sér, annarsvegar getur greiðslan úr sjóðnum verið lág þegar mörg lyf eru skráð og því varla víst að náist fyrir kostnaði og hinsvegar að fyrirtækin geti ekki reiknað með ákveðnum tekjum frá sjóðnum því þær eru háðar of mörgum óvissuþáttum. Annað sem kann að vera vandamál er að stóru lyfjafyrirtækin munu líklega ekki treysta á sjóðinn af þessum ástæðum og halda áfram með einkaleyfin og Baker nefnir til að mynda það fyrirtæki sem hefur einkaleyfi fyrir lyfið Plavix. Það lyf eitt og sér er selt fyrir meira en sex milljarða dollara á hverju ári[8].

Paul Grootendorst (2009) segir það aðalgalla Heilsuáhrifasjóðsins, hveru afskaplega erfitt er að meta nákvæmlega áhrfi lyfja.[9] Hann bendir sérstaklega á lyf sem hafa langan virknitíma, svo sem bóluefni og geðlyf.

StuðningurBreyta

Margir, bæði stofnanir og einstaklingar hafa lýst stuðningi við áformin um Heilsuáhrifasjóðinn. Meðal þeirra eru: Sérfræðinganefnd Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar um rannsóknir og ryfjaþróun hefur lýst stuðningi við sjóðinn.[10]

James Orbinski hefur sagt að HIF sé snjöll hugmynd sem „ætti að hrinda í framkvæmd“[11]

Einnig hafa fjöldamargir þekktir gengið til liðs við [12]

Áhrif HIF fyrir ÍslandBreyta

Ef horfið yrði frá TRIPS hugverkareglunum og Heilbrigðisáhrifasjóðurnn eða svipað fyrirkomulag innleitt yrði það risavaxið skref fyrir heilbrigði mannkyns. En hversu stórt skref er að fyrir ríkin? Þar sem Ísland myndi líklega greiða eitthvað nálægt 500 milljónum. Stór hluti þess fjár fengist til baka í lækkun lyfjaverðs í þróuðum löndum eins og Íslandi. Það þarf að rannsaka heildar þjóðhagslegur ávinningur yrði af því að lyfjaverð lækkaði eins og forsprakkar Heilsuáhrifasjóðsins vonast til að komast að því hver eða hvort kostnaður Íslenska ríkissins ykist við að taka þátt í verkefninu. Þó virðist ekki um neinar þær upphæðir að ræða að það réttlæti að taka ekki þátt, hvorki í siðferðilegu eða peningalegu tilliti.

TilvísanirBreyta

 1. „Tuberculosis or Hair Loss?“, The Guardian. 16 Sept. 2008.
 2. Joseph Stiglitz, „Scrooge and Intellectual Property Rights“, British Medical Journal 333, no. 7582 (2006), pp. 1279.
 3. Ibid.
 4. Aidan Hollis and Thomas Pogge, The Health Impact Fund: Making Medicines Available for All (New Haven, CT: Incentives for Global Health, 2008), p. 3.
 5. Ibid., p. 2.
 6. Ibid., pp.2, 10-11.
 7. Ibid., p. 43.
 8. [1]
 9. Paul Grootendorst, „How Should We Support Pharmaceutical Innovation?“, Expert. Rev. Pharmacoeconomics Outcomes Res. 2009: 9(4) – 313-320.
 10. "WHO Working Group Endorses HIF", Incentives for Global Health. 17 Jan. 2010.
 11. James Orbinski, „Are Patents Impeding Medical Care and Innovation?“, PLoS Medicine 7.1(2009): 3.
 12. http://www.yale.edu/macmillan/igh/about_us.html Health Impact Fund

HeimildirBreyta