Félags- og tryggingamálaráðuneyti Íslands

Félags- og tryggingamálaráðuneyti Íslands eða Félags- og tryggingamálaráðuneyti var eitt af ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands áður en það sameinaðist heilbrigðisráðuneyti til þess að mynda velferðarráðuneyti. Æðsti yfirmaður var félags- og tryggingamálaráðherra og æðsti embættismaður þess var ráðuneytisstjóri.

Fyrir sameiningu við heilbrigðisráðuneyti fór ráðuneytið með þau málefni er vörðuðu[1]:

Velferðar- og fjölskyldumál

  • Félagsþjónustu sveitarfélaga.
  • Málefni fatlaðra.
  • Barnavernd.
  • Málefni aldraðra.
  • Uppbyggingu og öldrunarþjónustu á hjúkrunarheimilum.
  • Lífeyristryggingar almannatrygginga og félagslega aðstoð.
  • Málefni langveikra barna og alvarlega fatlaðra barna.

Húsnæði

  • Íbúðalánasjóð og varasjóð húsnæðismála.
  • Húsaleigumál, þ.m.t. stuðningsaðgerðir við uppbyggingu félagslegra leiguíbúða á vegum sveitarfélaga og félagasamtaka og húsaleigubætur.
  • Húsnæðissamvinnufélög, byggingarsamvinnufélög og fjöleignarhús.

Vinnumarkað

  • Réttindi og skyldur á vinnumarkaði, s.s. orlof, starfsmenntun í atvinnulífinu og samskipti við aðila vinnumarkaðarins.
  • Félagsdóm.
  • Sáttastörf í vinnudeilum.
  • Aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
  • Vinnumarkaðsaðgerðir, þ. á m. vinnumiðlun, mat á vinnufærni atvinnuleitenda og skipulag vinnumarkaðsúrræða.
  • Atvinnuleysistryggingar.
  • Málefni innflytjenda.
  • Atvinnuréttindi útlendinga.
  • Ábyrgð á launum við gjaldþrot.
  • Fæðingar- og foreldraorlof.

Sjá einnig

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Reglugerð um Stjórnarráð Íslands“. Sótt 21. febrúar 2010.