Heartstopper (myndasögur)
Heartstopper er LGBTQ+ teiknimynda- og vefteiknimyndasería sem er skrifuð og teiknuð af breska rithöfundinum Alice Oseman. Sagan fjallar um líf Charlie Spring og Nick Nelson frá því að þeir hittast fyrst og verða síðar ástfangnir. Myndaserían er samin út frá fyrri skáldsögu Oseman, Nick and Charlie frá 2015, en persónurnar birtust hinsvegar fyrst í bókinni Solitaire frá 2014.
Heartstopper | |
---|---|
Útgefandi |
|
Útgáfuár |
|
Höfundar | |
Handritshöfundar | Alice Oseman |
Árið 2022 var samnefndum sjónvarpsþáttum streymt á Netflix. Þættirnir eru einnig skrifaðir af Alice Oseman og með aðalhlutverk fara Joe Locke (Charlie) og Kit Connor (Nick).
Þættirnir hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð frá gagnrýnendum og hlotið fjölda verðlauna. Nú þegar hafa komið úr þrjár seríur og Alice Oseman hefur staðfest að sú fjórða sé væntanleg.
Söguþráður
breytaHeartstopper segir sögu þeirra Charlie Spring og Nick Nelson sem eru tveir breskir strákar sem ganga í Truham Grammar School. Við fylgjumst með frá því að þeir hittast fyrst, verða vinir og verða loks ástfangnir. Þá koma einnig vinir og fjölskyldur strákanna til sögu.
Persónur
breytaAðalpersónur
breyta- Charles "Charlie" Spring, skrákur í 10. bekk sem er nýlega komin út úr skápnum sem samkynhneigður og fellur fljótlega fyrir Nick. Charlie þjáist einnig af átröskun.
- Nicholas "Nick" Nelson, vinsæll strákur í 11. bekk sem spilar fyrir ruðningsliðið í skólanum. Hann áttar sig á því að hann er tvíkynhneigður eftir að hann verður skotinn í Charlie.
Vinirnir
breyta- Tao Xu, besti vinur Charlie sem verður síðar kærasti Elle.
- Elle Argent, vinkona Charlie og síðar kærasta Tao. Hún er transstelpa og gengur í Higgs Girls School.
- Tara Jones, vinkona Nick sem verður algjör trúnaðarvinur þegar Nick byrjar að átta sig á kynhneigð sinni. Hún er lesbía og kærasta Darcy.
- Darcy Olsson, kærasta Tara sem er mjög félagslynd.
- Aled Last, vinur Charlie sem er samkynhneigður og demisexual. Aled er aðalpersóna í annarri skáldsögu Alice Oseman, Radio Silence.
- Sahar Zahid, Ný í vinahópnum og í sama árgangi og Nick.
Aðrar persónur
breyta- Victoria "Tori" Spring, eldri systir Charlie. Hún er eikynhneigð og aðalpersónan í skáldsögunni Solitaire.
- Benjamin "Ben" Hope, strákur sem Charlie átti eitt sinn í mjög eitruðu sambandi við. Ben er mjög djúpt inni í skápnum.
- Harry Greene, strákur í ruðningsliðinu sem þjáist af hommafælni og finnst ekkert skemmtilegra en að leggja í einelti.
- Sarah Nelson, móðir Nick og David. Hún er fráskilin frá föður þeirra, Stéphane.
- Oliver "Olly" Spring, yngri bróðir Charlie og Tori.
- Jane Spring, móðir Charlie, Tori og Olly.
- Julio Spring, faðir Charlie, Tori og Olly.
- David Nelson, eldri bróðir Nick sem vill ekki samþykkja kynhneigð bróður síns.
- Nellie Nelson, hundurinn hans Nick. Hún er Border Collie.
- Henry Nelson, seinni hundur Nick, Hann er Pug hundur.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var útgáfu Wikipedia. Sótt 8. ágúst 2023.