Eikynhneigð er hugtak sem vísar til þess að laðast aldrei eða nær aldrei kynferðislega að öðru fólki. Sumt eikynhneigt fólk hefur kynhvöt en hefur ekki áhuga á að fullnægja henni með öðru fólki. Annað eikynhneigt fólk hefur litla eða enga kynhvöt. Sumt eikynhneigt fólk hefur eingöngu áhuga á rómantískum samböndum og/eða ókynferðislegri snertingu (til dæmis faðmlögum og kúri) með öðru fólki. Fólk sem hefur ekki áhuga á rómantískum samböndum telst eirómantískt.[1]

Fáni eikynhneigðra

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Eikynhneigð“. Hinsegin frá Ö til A. Sótt 11. apríl 2019.