Harpa (hljóðfæri)

Harpa er strengjahljóðfæri þar sem vanalega er slegið á strengina með báðum höndum. Algengasta formið er þríhyrnt og efnið úr viði.

Miðaldaharpa til vinstri og nútíma pedalaharpa til hægri.
Hörpur.

Harpa er gamalt hljóðfæri og má rekja hana allt til Mesópótamíu og forn-Egyptalands. Síðar varð harpan algeng um Bretlandseyjar og írskt afbrigði hennar breiddist út á meginlandið á síðmiðöldum. Harpan er þjóðernistákn á Írlandi.