Frosti Logason (fæddur 29. apríl 1978) er blaðamaður og stjórnandi hlaðvarpsþáttarins Harmageddon og streymisveitunnar Brotkast. Hann var einn þáttastjórnanda Íslands í dag á Stöð 2. Frosti hefur líka skrifað fyrir Vísi.is og Fréttablaðið. Frosti starfar fyrir íslensku fjölmiðlasamsteypuna Sýn hf.

Frosti er með MA gráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands, BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og diplóma í fjölmiðla- og boðskiptafræðum frá sama skóla.

Frosti var gítarleikari og stofnmeðlimur íslensku harðkjarnapönkhljómsveitarinnar Mínuss sem sigraði í Músíktilraunum 1999.

  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.