Hanna Valdís - Lína Langsokkur
Lína langsokkur er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1972. Á henni flytur Hanna Valdís Guðmundsdóttir fjögur lög eftir sænska rithöfundinn Astrid Lindgren. Þýðing söngtexta á íslensku gerði Kristján frá Djúpalæk. Hljómsveit Ólafs Gauks leikur undir. Hana skipa: Carl Möller, Kristinn Sigmarsson, Ólafur Gaukur og Erlendur Svavarsson.
Lína Langsokkur | |
---|---|
SG - 569 | |
Flytjandi | Hanna Valdís |
Gefin út | 1972 |
Stefna | Barnalög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
Lagalisti
breyta- Lína Langsokkur - Lag - texti: Astrid Lindgren
- Kisa mín - Lag - texti: Astrid Lindgren
- Öfugmæli - Lag - texti: Astrid Lindgren
- Langa langa afi - Lag - texti: Astrid Lindgren
Lína langsokkur
breyta- Hér skal nú glens og gaman
- við getum spjallað saman.
- Gáum hvað þú getur,
- vinur, gettu hver ég er?
- Verðlaun þér ég veiti,
- ef að veiztu hvað ég heiti.
- Vaðir þú í villu,
- þetta vil ég segja þér:
- Hér sérðu Línu Langsokk
- Tralla-hopp, tralla-hei —
- tralla-hopp sa-sa. Hér sérðu
- Línu Langsokk, já, líttu — það
- er ég.
- Svo þú sérð minn apa,
- minn sœta, fína, litla apa.
- Herrann Níels heitir,
- já — hann heitir reyndar það.
- Hérna höll mín gnœfir
- við himinn töfraborg mín gnœfir.
- Fannstu annan fegri
- eða frœgðar meiri stað?
- Hér sérðu Línu Langsokk . . .
- Þú höll ei hefur slíka, ég á
- hest og rottu líka. Og kúf-
- fullan af krónum einnig kistil
- á ég mér. Veri allir vinir
- velkomnir, einnig hinir. Nú
- lifað skal og leikið. Þá skal
- líf í tuskur hér.
- Hér sérðu Línu Langsokk . . .