Handfæri er elsta veiðarfærið, og til þeirra teljast elstu öngulveiðarfærin. Besta lýsingin á veiðarfærinu er að það er mjög einfalt; öngull sem er fastur við línu sem veiðimaðurinn heldur svo á. Nú á dögum hefur tæknin gert okkur kleift að tengja við þetta tölvustýrða handrúllu sem hefur rúllu, færi, slóða og svo sökkur. Rúllan er fest við borðstokkinn og á henni er 50-200 m langt færi en á enda þess er festur 6-8 m langur slóði. Við slóðann eru hnýttir taumar og á þeim eru önglarnir, en á enda slóðans er sökka. Tölvustýrð rúlla er svo tengd fiskleitunartæki sem hefur að geyma á hvaða dýpi fiskurinn er. Færinu er slakað niður að botni eða á það dýpi sem fiskurinn heldur sig, síðan sér rúllan um að hífa og slaka til skiptis til að lokka fiskinn þar til fiskurinn er búinn að bíta á. Þá dregur hún færið um borð og sagan endurtekur sig uns báturinn er fullur. Á handfæri er aðallega veiddur þorskur en þó líka ufsi, og aðrar botnfisktegundir veiðast líka en í mun minna magni. Veiðarnar standa aðallega yfir sumarmánuðina og þá eingöngu á opnum smábátum undir 6 brt. (brúttótonn) að stærð.

Öngull.

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta
  • Guðni Þorsteinsson (1980). Veiðar og veiðarfæri. (Reykjavík: Almenna bókafélagið).
  • Upplýsingamiðstöð Sjávarútvegsráðuneytisins. Fishing gear: Handline. Sótt þann 9. apríl 2009 af Fisheries.is
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.