Hafnsögubátur

(Endurbeint frá Hafnsöguskip)

Hafnsögubátur eða lóðs er bátur sem flytur hafnsögumann milli lands og skipsins sem hann á að lóðsa til eða frá höfn eða öðru siglingasvæði. Nútímahafnsögubátar eru yfirleitt litlir (20 til 75 fet á lengd) en sterkbyggðir með stuðpúða til að þola að slást upp við stærri skip. Þeir eru yfirleitt málaðir í skærum litum, hafa rauðan og hvítan merkjafána uppi (H-fána) og orðið PILOT með stórum stöfum á áberandi stað.

Hafnsögubátur frá höfninni í Vlissingen.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.