Höggvopn
Höggvopn er vopn sem höggvið er með, t.d. höggsverð, exi eða sax og kylfur og önnur barefli.
Fornbókmenntirnar skipta vopnum í þrennt, og er það gert eftir notkun og gerð vopnanna. Það eru: höggvopn, lagvopn og skotvopn. Höggvopn var t.d. sverð, lagvopn t.d. spjót og þegar talað var um skotvopn var t.d. átt við boga. Þekkt höggvopn úr Íslandssögunni var gaddakylfa sem lögreglan notaði á árum áður og nefndist morgunstjarna og atgeir Gunnars á Hlíðarenda, sem líklega var bæði högg- og lagvopn.